Bæjarráð Fjallabyggðar

351. fundur 12. ágúst 2014 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri fjármála- og stjórnsýslu

1.Samstarf með Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1103117Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs bauð byggðarráð og sveitarstjóra Dalvíkur velkomna til samráðsfundar.

Frá Dalvíkurbyggð mættu, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Kristján Guðmundsson, Guðmundur St. Jónsson og Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri.

Til umræðu voru almenningssamgöngur, heilbrigðismál, málefni fatlaðra - Byggðasamlagið Rætur, skólamál og fleira.

Fundarmenn sammála um að boða til sameiginlegs fundar 8. september kl. 17 á Dalvík, bæjar- og byggðarráðs með skólastjórnendum, deildar og sviðsstjórum og formönnum fræðsluráðs/-nefndar sveitarfélaganna.

2.Almenningssamgöngur á Tröllaskaga

Málsnúmer 1408005Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram minnispunkta frá fulltrúa VSÓ er vann tillögur um almenningssamgöngur á sínum tíma fyrir Vegagerð ríkisins. Fram kemur m.a. neðanritað.            

Fjallabyggð-samnýting

Innan stjórnar Eyþings er áhugi er fyrir því að kanna hvort/hvernig megi samnýta/styrkja/auka almenningssamgöngur í Fjallabyggð, sérstaklega milli Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Dalvíkur.

- Núverandi þjónusta á þessu svæði eru almenningssamgöngur/sérleyfi sem Eyþing tók nýlega yfir og er umsjónaraðili akstursins Strætó bs, auk skólaaksturs fyrir grunnskóla og menntaskóla sem er á vegum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

Sauðárkrókur-Siglufjörður

- Innan stjórnar Eyþings er einnig vilji að kanna hvort/hvernig þjónusta mætti leggin Siglufjörður-Sauðárkrókur.

- Á þessu ári byrjuðu SSNV að bjóða upp á ferðir í pöntunarþjónustu á leggnum Sauðárkrókur-Hofsós.

- Farið yfir ástæður þess að Siglufjörður hafi ekki verið valinn sem viðkomustaður á leggnum Reykjavík-Akureyri í endurskipulagningu á leiðinni árið 2011. Aðalástæða þess að leið um Öxnadalsheiði var valin í stað að fara um Siglufjarðarveg/Ólafsfjarðarveg er að hún er um 50 mínútum styttri í akstri frá Sauðárkróki. Núverandi leið um Reykjavík-Akureyri er um 6,5 klst og því var erfitt að réttlæta að lengja ferðina enn frekar. Við endurskipulagninguna var reynt að nýta styrki frá Vegagerðinni á sem bestan hátt og var þetta talin vera besta leiðin, auk þess var reynt að tryggja að hringakstur yrði um landið og að leggurinn Reykjavík-Akureyri myndi tengjast leiðunum Akureyri-Egilsstaðir og Reykjavík-Höfn.

Verkefni VSÓ Ráðgjafar væri tvíþætt og snýr að Fjallabyggð-samnýtingu annars vegar og Sauðarkróki-Siglufirði hinsvegar.

Niðurstöðum greiningarvinnu verður skilað á minnisblaði sem inniheldur nýja tillögu að almenningssamgöngum fyrir þessi svæði og kostnaðarmati á rekstri þeirra. Miðað er við að þjónustustig verði sambærilegt eða betra en nú er.

Bæjarstjóri leggur til að málið verði unnið áfram í samráði við Dalvíkurbyggð, Sveitarfélagið Skagafjörð, Vegagerðina og Eyþing. Ljóst er að slíkar breytingar geta ekki tekið gildi fyrr en á næsta fjárhagsári.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi Eyþings.

3.Styrkbeiðni vegna endurnýjunar á tengigangi Hóls

Málsnúmer 1407024Vakta málsnúmer

Bæjarráð tekur undir bókun f.v. bæjarstjórnar og vísar málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð telur rétt að taka upp viðræður við ÚÍF um framtíðaráform og uppbyggingu staðarins, og niðurstaða liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.

4.Fjárhagsáætlun - launaliður leikskólans

Málsnúmer 1407038Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við launaliði leikskólans fyrir haustið 2014 verði samþykktur.
Um er að ræða kr. 4,6 m.kr.

Bæjarráð leggur áherslu á að launaliðir leikskólans verði til skoðunar er varðar sérkennslu og stuðning í takt við viðræður við Dalvíkurbyggð um aukið samstarf.
Niðurstaða þarf að liggja fyrir við gerð fjárhagsáætlunargerðar.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka 5 við fjárhagsáætlun  til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:00.