Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
Málsnúmer 1407002F
Vakta málsnúmer
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
Lögð fram umsókn um starf hafnarvarðar við hafnir Fjallabyggðar. Ein umsókn barst og er hún frá Kjartani Smára Ólafssyni.
Kjartan hefur langa reynslu við störf hafnarvarðar enda hefur hann leyst af í 13 ár á Siglufirði.
Hafnarstjóri lagði til að hann yrði ráðinn.
Hafnarstjórn staðfestir tillögu og ákvörðun hafnarstjóra samhljóða.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.<BR>Bæjarstjórn bíður starfsmann velkominn til starfa.</DIV></DIV>
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar til apríl 2014.
Tekjur eru lægri um 3.5 m.kr. Launaliðir eru undir áætlun um 0.2 m.kr. Annar rekstrarkostnaður eru lægri um 3.8 m.kr. og fjármagnsliðir eru lægri um 0.1 m.kr.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
Lögð fram skýrsla frá VSÓ ráðgjöf er varðar endurbætur á fráveitu á Siglufirði. Sambærileg skýrsla er í vinnslu fyrir Ólafsfjörð.
Nú er verið að vinna við lögn meðfram Snorragötu að dælubrunni við Gránugötu.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að vinna við lagnir á hafnarsvæðinu komi til framkvæmda hið fyrsta. Verið er að setja upp dælubúnað til að dæla rækju á milli húsa á hafnarsvæðinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
Lagt fram til kynningar.
Hafnarstjórn leggur áherslu að umhverfi hafna sé til fyrirmyndar.
Bókun fundar
<DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson, Ríkharður Hólm Sigurðsson og Steinunn María Sveinsdóttir.<BR><BR>Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
Til umræðu komu neðantaldar eignir sem kalla á viðhald og eða endurbyggingu.
1. Til umræðu kom Hafnarbyggja á Siglufirði
2. Tenging á milli Óskarsbryggju að Hafnarbryggju.
3. Bryggju frá Fiskmarkaði að togarabryggju.
4. Bryggum í suðurhöfninni - vestur og suðurþil.
5. Flotbryggju á Ólafsfirði
6. Norðurbryggju Ólafsfirði.
Hafnarstjórn telur rétt og eðlilegt að málið sé til skoðunar og frekari umræðu á næsta fundi hafnarstjórnar.
Nauðsynlegt er að forgangsraða verkefnum fyrir áætlunargerð næsta árs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
Hafnarstjóri gat þess að hann hefði átt fund með siglingasviði Vegagerðarinna þann 26.06.2014 í Reykjavík. Þar var lögð áhersla á að koma fjárveitingu Hafnarbryggju inn í samgönguáætlun. Bréf mun berast fljótlega frá stofnunni þar sem fram mun koma kostnaður við framkvæmdirnar og farið yfir stöðu málsins.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að næsti fundur verði fljótlega eða þegar umrætt bréf hefur borist.
Bókun fundar
Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Kristinn Kristjánsson, bæjarfulltrúi gerði grein fyrir fundargerð.