Bæjarstjóri lagði fram minnispunkta frá fulltrúa VSÓ er vann tillögur um almenningssamgöngur á sínum tíma fyrir Vegagerð ríkisins. Fram kemur m.a. neðanritað.
- Núverandi þjónusta á þessu svæði eru almenningssamgöngur/sérleyfi sem Eyþing tók nýlega yfir og er umsjónaraðili akstursins Strætó bs, auk skólaaksturs fyrir grunnskóla og menntaskóla sem er á vegum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
Sauðárkrókur-Siglufjörður
- Innan stjórnar Eyþings er einnig vilji að kanna hvort/hvernig þjónusta mætti leggin Siglufjörður-Sauðárkrókur.
- Á þessu ári byrjuðu SSNV að bjóða upp á ferðir í pöntunarþjónustu á leggnum Sauðárkrókur-Hofsós.
- Farið yfir ástæður þess að Siglufjörður hafi ekki verið valinn sem viðkomustaður á leggnum Reykjavík-Akureyri í endurskipulagningu á leiðinni árið 2011. Aðalástæða þess að leið um Öxnadalsheiði var valin í stað að fara um Siglufjarðarveg/Ólafsfjarðarveg er að hún er um 50 mínútum styttri í akstri frá Sauðárkróki. Núverandi leið um Reykjavík-Akureyri er um 6,5 klst og því var erfitt að réttlæta að lengja ferðina enn frekar. Við endurskipulagninguna var reynt að nýta styrki frá Vegagerðinni á sem bestan hátt og var þetta talin vera besta leiðin, auk þess var reynt að tryggja að hringakstur yrði um landið og að leggurinn Reykjavík-Akureyri myndi tengjast leiðunum Akureyri-Egilsstaðir og Reykjavík-Höfn.
Verkefni VSÓ Ráðgjafar væri tvíþætt og snýr að Fjallabyggð-samnýtingu annars vegar og Sauðarkróki-Siglufirði hinsvegar.
Niðurstöðum greiningarvinnu verður skilað á minnisblaði sem inniheldur nýja tillögu að almenningssamgöngum fyrir þessi svæði og kostnaðarmati á rekstri þeirra. Miðað er við að þjónustustig verði sambærilegt eða betra en nú er.
Bæjarstjóri leggur til að málið verði unnið áfram í samráði við Dalvíkurbyggð, Sveitarfélagið Skagafjörð, Vegagerðina og Eyþing. Ljóst er að slíkar breytingar geta ekki tekið gildi fyrr en á næsta fjárhagsári.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi Eyþings.
Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.