Guðný vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis. Ásdís tók hennar sæti á fundinum.
Deildarstjóri lagði fram niðurstöður verðkönnunar meðal þjónustuaðila í Fjallabyggð um verð fyrir skólamötuneyti Grunnskóla Fjallabyggðar. Svör bárust frá eftirtöldum aðilum:
Allinn ehf: kr. 649 einstök máltíð fyrir bekkjardeildir á Siglufirði 1.-4. bekk og kr. 749 kr. einstök máltíð fyrir 5.-10. bekk.
Einstök máltíð fyrir starfsmenn kr. 749.
Höllin: kr. 680, einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir í Ólafsfirði: kr. 980 fyrir starfsmenn.
Rauðka: Kr. 790 einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði, ef heil önn er skráð í einu lagi. Kr. 800 m.v. skráningu fyrir máltíðum í einn mánuð í senn. Kr. 850 fyrir bekkjardeildir á Siglufirði. Kr. 900 fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði.
Formaður tók fundarhlé kl. 16:25 til 16:30.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir með þremur atkvæðum fulltrúna meirihlutans, Nönnu Árnadóttur, Hilmars Hreiðarssonar og Ásdísar Sigurðardóttur gegn tveimur atkvæðum minnihlutans, Hólmfríðar Ó N Rafnsdóttur og Hjördísar Hönnu Hjörleifsdóttur að verðtilboði Rauðku verði tekið fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði.
Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.