Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
Málsnúmer 1407008F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
Til Sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Ólöf Ýr Lárusdóttir, kt. 230366-4629, f.h. Eylendu ehf. kt. 410714-0780 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr.85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, til handa Eylendu ehf. vegna reksturs gististaðar að Brimnesvegi 10, Ólafsfirði.
Sótt er um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. II. flokki 5.gr.laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúðum án veitinga.
Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, óskar sýslumaður eftir umsögn Fjallabyggðar um umsóknina.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða umsókn.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV>
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
Bæjarstjóri leggur til að frístundastefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af fræðslu- og frístundanefnd og deildarstjóra.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur deildarstjóra fjölskyldudeildar að fylgja málinu eftir.
Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
Bæjarstjóri leggur til að fræðslustefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af fræðslu- og frístundanefnd og deildarstjóra.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur deildarstjóra fjölskyldudeildar að fylgja málinu eftir.
Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
Bæjarstjóri leggur til að menningarstefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af markaðs- og menningarnefnd og deildarstjóra.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að fylgja málinu eftir.
Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
Bæjarstjóri leggur til að starfsmannastefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af bæjarráði og deildarstjóra.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að fylgja málinu eftir.
Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
Lögð fram niðurstaða fræðslu- og frístundanefndar sjá 10. fundargerð nefndarinnar frá 24.07.2014.
Þar samþykkir fræðslu- og frístundanefnd með þremur atkvæðum fulltrúum meirihlutans verðtilboð í mat frá Rauðku ehf. fyrir bekkjardeildir í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Í framhaldi af afgreiðslu fagnefndar telur bæjarráð rétt að bóka neðanritað.
"Bæjarráð leggur áherslu á að rökstuðningur fylgi ávallt tillögum fagnefnda til bæjarráðs eða bæjarstjórnar og fylgi þeim reglum sem yfirstjórn bæjarfélagsins setur.
Bæjarráð telur eðlilegt og rétt að taka lægsta tilboði í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins".
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar að undirrita samninga við lægstbjóðendur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
Fram kemur í yfirferð og samantekt formanns UÍF að sjálfboðavinna var stór þáttur í enduruppbyggingu staðarins eftir bruna. Mun meira var hins vegar lagfært en það sem skemmdist af völdum reyks og sóts.
Raunkostnaður við endurbætur á íbúðarhúsnæði íþróttamiðstöðvinni á Hóli er:
Tryggingabætur voru kr. 7.266.398.-, kostnaður endurbóta, kr. 15.067.262.- og lán kr. 4.600.000.-. Mismunur kr. 3.200.873.-
Raunkostnaður við endurbætur á tengigangi og skemmu Íþróttamiðstöðinni Hóli til 1.júlí 2014
Tryggingabætur kr. 7.704.324.-, kostnaður endurbóta kr. 6.387.423.-. Mismunur kr. 1.316.901.-.
Til að hægt sé að meta fjárþörf sem eftir er af verkinu hefur verið óskað eftir að iðnaðarmenn og stafsmenn tæknideildar setjist niður og fari yfir áætlaðan kostnað við verkið svo hægt sé að ljúka endurbyggingu.
Inn á fund bæjarráðs bárust upplýsingar frá tæknideild um áætlaðan raunkostnað við að ljúka endurbyggingu á tengigangi og skemmu
og er hann áætlaður tæplega 10 milljónir kr.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að funda með formanni ÚÍF, til að fara yfir fjármögnun verkefnisins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
Tekin til umfjöllunar ályktun stjórnar Skalla, félags smábátaeigenda, frá 16. júlí um opnun á veiðihólfi á Fljótagrunni.
Bæjarráð tekur undir ályktun félagsins, ef mælingar Fiskistofu sem gerðar voru í sumar sýna að ástand svæðisins sé með þeim hætti, að opna megi það til veiða.
Bókun fundar
Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
Lögð fram til kynningar 256. fundargerð stjórnar Eyþings frá 17. júlí 2014.
Bókun fundar
Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.