Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
Málsnúmer 1407004F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
Formaður bauð Konráð K. Baldursson og Rúnar Guðlaugsson velkomna til fundar við bæjarráð til að ræða tillögur um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi eystra. Í nýju frumvapi til fjárlaga fyrir árið 2014 kemur fram að ætlunin sé að sameina heilbrigðisstofnanir í þrem heilbrigðisumdæmum.
Gert er ráð fyrir að Heilbrigðisstofnun Norðurlands verði til í kjölfar sameiningar heilbrigðisstofnana á Blönduósi, Sauðárkróki og Fjallabyggð auk Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og heilsugæslustöðvanna á Dalvík og Akureyri.
Sameiningin á að taka gildi þann 1. október næstkomandi og mun þá nýr forstjóri taka við hinum sameinuðu stofnunum. Þetta kemur fram á vef Velferðarráðuneytis. Þar er því haldið fram að með sameiningum færist ákvarðanataka í auknum mæli frá ráðuneyti til heimamanna. Markmiðið er m.a. að nýta fjármuni betur.
Bæjarráð telur rétt að óska eftir fundi með byggðarráði Dalvíkurbyggðar þar sem þetta mál verður m.a. á dagskrá.
Bókun fundar
Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
Á síðasta fundi bæjarráðs var ákveðið að boða formann UÍF á fund bæjarráðs.
Formaður bauð Guðnýju Helgadóttur velkomna til fundar við bæjarráð. Farið var yfir ósk stjórnar UÍF um aðkomu Fjallabyggðar að endurbótum að Hóli eftir bruna.
Um er að ræða lagfæringar á aðalhúsi og tengigangi. Lögð er áhersla á að vinna verkið sem eina heild með loforði um styrk frá Fjallabyggð á næstu fjórum fjárhagsárum að upphæð 8 m.kr.
Bæjarráð tekur vel í aðkomu að endurbyggingu á tengigangi við Hól. Bæjarráð óskar eftir raunkostnaði fyrir næsta fund sem og fjárþörf verkefnisins miðað við greitt tryggingarféð og framkomnar upplýsingar um viðbótarkostnað.
Bókun fundar
Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
Lagðar fram upplýsingar og útreikningur að tillögu til bæjarráðs um lengingu vinnuskóla Fjallabyggðar á árinu 2014.
Eftir fund íþrótta- og tómstundafulltrúa með bæjarverkstjóra er ljóst að mörg verk á eftir að vinna í sveitarfélaginu og hafa unglingar
í vinnuskólanum vart komist yfir annað en að slátt.
Leggja þeir til að lengja vinnuskólann sem nemur 2 vikum á hvern árgang.
Það er einnig ljóst að einhverjir þiggja ekki vinnu áfram vegna sumarfría o.s.frv.
Árg. 2000 verði til 18. júlí (átti að vera til 4.júlí).
Árg. 1999 verði til 31.júlí (átti að vera til 11.júlí).
Árg. 1998 og eldri verði til 15.ágúst (átti að vera til 8. ágúst).
Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna vinnuskólans verði í samræmi við áætlun.
Bæjarráð samþykkir framkomna breytingu á vinnutíma vinnuskólans.
Bókun fundar
Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
Til sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Jakob Örn Kárason, kt. 200960-2809, f.h. Aðalbakarans ehf. kt. 520803-3350 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til handa Aðalbakaríi, vegna reksturs bakarísins sb. meðfylgjandi afrit af umsókninni.
Sótt er um nýtt rekstrarleyfi veitingastaðar skv. III. flokki 4 gr. laganna, en nánar er tiltekið að um er að ræða stað með áfengisveitingar.
Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við framlagða umsókn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
Lagðar fram til yfirferðar og kynningar fjárhagslegar stöður framkvæmda 14.07.2014.
Búið er að framkvæma fyrir um 150 m.kr, og eftir er að framkvæma fyrir um 170 m.kr.
Til framkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar er búið að fjárfesta fyrir tæpar 105 m.kr.
Framkvæmdir við ráðhús bæjarfélagsins fer fram úr áætlun og verður tekið fyrir í viðauka 5.
Bókun fundar
Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
Lagðar fram til umræðu tillögur á viðauka 5, sem verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Til viðbótar við fyrri áherslur er fjárveiting vegna ráðhússins 3.4 m.kr. og til gámaplans við Námuveg á Ólafsfirði 1.4 m.kr.´
Lögð fram bókun frá Sólrúnu Júlíusdóttur.
Ég tek undir tillögu að viðauka 5 í ljósi þess að fulltrúar meirihluta í bæjarráði hafa lýst því yfir að einungis sé um frestun að ræða á endurbótum á Ólafsvegi 4 fram á næsta ár eða að fundin verði önnur sambærileg lausn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
Ráðningasamningur bæjarstjóra er lagður fram til kynningar.
Samningurinn er í fullu samræmi við fyrri samning en akstur hefur verið minnkaður, húsnæðishlunnindi eru felld út úr samningnum frá 2010 í samræmi við tillögu frá bæjarstjóra framkomna í ágúst 2013 og kostnaður við endurmenntun er ekki lengur í samningi bæjarstjóra.
Minnihluti bæjarráðs óskar eftir því að bæjarstjóri sitji fundi með minnihluta þegar á þarf að halda og er vísað í 3.gr. samningsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
Kjörbréf hafa verið afgreidd og fóru þau frá Fjallabyggð 1. júlí s.l. fyrir bæjarfulltrúa og bæjarstjóra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
Minnisblað bæjarstjóra lagt fram til kynningar.
Bæjarráð telur nauðsynlegt að fá niðurstöðu í umrædd mál hið fyrsta.
Bókun fundar
Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
Bókun fundar
Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.