Lagt fram fréttabréf hag- og upplýsingasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga er varðar Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2015.
Þar kemur fram að í sveitarstjórnarlögum nr. 139/2011 er kveðið á um þann ramma sem unnið skal eftir við undirbúning og afgreiðslu á fjárhagsáætlun sveitarfélaga.
Lögð er áhersla á að áætlanir gefi glögga mynd af rekstri sveitarfélagsins, efnahag þess og breytingum á handbæru fé.
Sambandið hefur nú tekið saman forsendur fyrir næsta ár.
Almennar forsendur.
1.a. Verðbólga miðast við um 1.9%.
1.b. Atvinnuleysi verði um 3.5%.
1.c. Gengismál miðist við að gengi krónunnar verði stöðugt.
Önnur almenn atriði.
2.a. Hagvöxtur miðast við 3.4% á árinu 2015.
2.b. Samneysla og einkaneysla eiga að aukast frá því sem gert var ráð fyrir á árinu 2014.
2.c. Fjárfestingar munu aukast að mati greiningardeildar og miða þeir við 15.7% á árinu 2015.
1.d. Vaxtamál taki mið af stýrivöxtum um 6%.
Einnig ber að skoða almenna þróun samfélagsins.
Þróun útsvarstekna.
Þróun á fasteignamati, en nýtt fasteignamat tekur gildi 31. desember 2014 og gildir fyrir árið 2015.
Launakostnaður sveitarfélagsins, hafa ber í huga magnbreytingar og áhrif kjarasamninga.
Vert er að huga að launaskriði m.a. vegna endurmenntunar, námskeiða og starfsaldurshækkana. Reikna skal með 0.5% á ári að jafnaði.
Greiðslur úr Jöfnunarsjóði.
Útgjaldaþróun.
Áætlaðar fjárfestingar.
Bæjarráð telur rétt að bæjarstjóri og deildarstjórar ásamt forstöðumönnum hefji undirbúning á gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 - 2018.
Vinnuáætlun verði lögð fram til samþykktar á fundi bæjarstjórnar í september.
Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.