Fréttir

Hjólað í vinnuna

Dagana 2. - 22. maí nk. stendur yfir heilsu- og hvatningarverkefnið "Hjólað í vinnuna" en það er almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ. sem hvetur vinnustaði til að taka þátt í þessari skemmtilegu vinnustaðakeppni um allt land.
Lesa meira

159. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

159. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 18. apríl 2018 kl. 17.00
Lesa meira

Niðurstöður íbúakosningar í Fjallabyggð 14. apríl 2018

Niðurstöður íbúakosningar í Fjallabyggð 14. apríl 2018 liggja fyrir. Kosið var um hvort fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 18.05.2017 haldi gildi sínu.
Lesa meira

Athugasemd vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu

Athugasemd vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu í gær 12. apríl og bar yfirskriftina Íbúar kjósa um akstur skólabarna. Í fréttinni er staðreyndarvilla sem ástæða er til að leiðrétta. Haft var eftir íbúa í fréttinni að foreldrar séu farnir að mæta of seint í vinnu þar sem skólarúta fari af stað kl. 8.30. Þessi fullyrðing er ekki rétt.
Lesa meira

Tilkynning vegna íbúakosningar

Tilkynning vegna íbúakosningar á morgun laugardag 14. apríl 2018. Atkvæði verða talin að loknum kjörfundi. Þegar kjörstjórn hefur lokið talningu verður niðurstaða íbúakosningar birt á heimasíðu Fjallabyggðar.
Lesa meira

Spennandi tækifæri fyrir söfn, hönnuði og handverkshús á Norðurlandi

Kynningarfundur um safnaslóð og hönnunar-og handverksslóð á Norðurlandi Þriðjudaginn 17. apríl kl. 18:00 verður Creative Momentum með kynningar- og umræðufund í Norðurslóðasetrinu á Akureyri á Iceland Creative Trails.
Lesa meira

Samanburður á kennsluskipulagi sem fylgir hvorri fræðslustefnu fyrir sig

Laugardaginn 14. apríl nk. verður kosið um hvort íbúar vilji að sú fræðslustefna sem samþykkt var í bæjarstjórn í maí 2017 haldi gildi sínu eða hvort sú fræðslustefna sem fyrir var, frá árinu 2009 taki gildi að nýju.
Lesa meira

Sundlaugin á Siglufirði verður lokuð föstudaginn 13. apríl til kl. 12:00

Föstudagur 13. apríl 2018 SUNDLAUGIN Á SIGLUFIRÐI VERÐUR LOKUÐ til kl. 12.00 föstudaginn 13. apríl nk., vegna viðgerðar á hitaveitu. Hægt verður að fara í líkamsræktarsalinn en ekki hægt að fara í sturtu.
Lesa meira

Vetrarleikar UÍF Ólafsfirði

Árlegir Vetrarleikar UÍF verða haldnir 14. og 15. apríl nk. í Ólafsfirði. Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira

Heimsóknir í upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar 2017

Alls komu 4.240 ferðamenn í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar á árinu 2017. Þar af komu 3.805 ferðamenn á Upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og er það ríflega 73% aukning frá árinu 2016. 435 ferðamenn komu á Upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði og er það ríflega 39% aukning frá árinu 2016. Sjá má að ferðamannastraumur til Fjallabyggðar hefur samkvæmt þessu aukist gífurlega.
Lesa meira