Vetrarleikar UÍF Ólafsfirði

Árlegir Vetrarleikar UÍF verða haldnir 14. og 15. apríl nk. í Ólafsfirði.
Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Laugardagur 14. apríl:

Kl. 11.00 – 12.00     Þrautabrautir Umf Glóa, fyrir börn fædd 2007 – 2014
Kl. 12.00 – 13.00     Sýningarmót KFÓ í réttstöðulyftu Í ræktinni
Kl. 13.00 – 14.00     Þjálfarar KFÓ veita leiðsögn í kraftlyftingum
Kl. 10.00 – 14.00     Frítt í sund í Ólafsfirði í boði Fjallabyggðar.

Sunnudagur 15. apríl:

Kl. 10.00 – 11.30     Gnýfari tekur á móti gestum, teymt undir hjá þeim sem þurfa
                                Kaffi verður á könnunni í Tuggunni
Kl. 14.00 – 16.00     KF sér um fótbolta fyrir alla fjölskylduna. Eigum saman góða stund í íþróttahúsinu með boltann á tánum
Kl. 16.00 – 18.00     Blak fyrir alla í umsjón Blakfélags Fjallabyggðar.

Dagana 7. og 8. apríl var dagskrá á Siglufirði.