Alls komu 4.240 ferðamenn í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar á árinu 2017. Þar af komu 3.805 ferðamenn á Upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og er það ríflega 73% aukning frá árinu 2016. 435 ferðamenn komu á Upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði og er það ríflega 39% aukning frá árinu 2016. Sjá má að ferðamannastraumur til Fjallabyggðar hefur samkvæmt þessu aukist gífurlega.
Engar upplýsingar liggja fyrir um fjölda ferðamanna í Ólafsfirði árið 2014
Ferðamenn sem heimsóttu upplýsingamiðstöðvarnar voru frá öllum heimshornum en ferðamenn frá 42 löndum heimsóttu Upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og ferðamenn frá 28 löndum heimsóttu Upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði. Nú eru það Bandaríkjamenn sem eru efstir á listanum yfir fjölda þeirra ferðamanna sem heimsækja Fjallabyggð en hingað til hafa Þjóðverjar og Frakkar verið fjölmennastir.
Þjóðerni sem skráð voru (stafrófsröð)
Argentína, Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Brasilía, Bretland, Danmörk, Egyptaland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Holland, Hong Kong, Indland, Írland, Ísland, Ísrael, Ítalía, Japan, Kanada, Kórea, Kína, Litháen, Malasía, Marokkó, Mexíkó, Noregur, Nýja Sjáland, Portúgal, Pólland, Rússland, Slóvenía, Slóvakía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Taiwan, Tékkland, Venesúela, Þýskaland.
Heimild: Upplýsingamiðstöð ferðamála í Fjallabyggð.