Laugardaginn 14. apríl nk. verður kosið um hvort íbúar vilji að sú fræðslustefna sem samþykkt var í bæjarstjórn í maí 2017 haldi gildi sínu eða hvort sú fræðslustefna sem fyrir var, frá árinu 2009 taki gildi að nýju.
Í nýju (núgildandi) fræðslustefnunni er sett fram kennslufyrirkomulag það sem nú er kennt eftir. 1.-5. bekkur í starfsstöð grunnskólans á Siglufirði og 6.-10. bekkur í starfsstöð grunnskólans í Ólafsfirði.
Í fræðslustefnu frá 2009 var ekki sett fram kennslufyrirkomulag heldur var það fyrirkomulag sem var í gildi fyrir gildistöku nýju fræðslustefnunnar samþykkt í bæjarstjórn árið 2012 og var í gildi þegar ný fræðslustefna var samþykkt í maí sl.
Það kennslufyrirkomulag fól í sér að nemendur í 1.-4. bekk var kennt í starfsstöð síns bæjarkjarna, 5.-7. bekkur var í starfsstöðinni í Ólafsfirði og 8.-10. bekkur í starfsstöðinni á Siglufirði. Í meðfylgjandi töflu má sjá helsta mun á kennsluskipulagi því sem fylgir hvorri stefnu fyrir sig og hvaða tækifæri felast í hvoru skipulagi fyrir sig.
Samanburður á kennsluskipulagi fyrir og eftir nýja fræðslustefnu 2017 er aðgengilegt til lestrar og útprentunar hér (PDF)