Niðurstöður íbúakosningar í Fjallabyggð 14. apríl 2018

Niðurstöður íbúakosningar í Fjallabyggð 14. apríl 2018 liggja fyrir. Kosið var um hvort fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 18.05.2017 haldi gildi sínu.

Spurt var: Vilt þú að stefnan haldi gildi sínu?

Valkostir:

Já, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 haldi gildi sínu.

Nei, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 verði felld úr gildi og fyrri fræðslustefna frá 17.03. 2009 taki gildi á ný.

Niðurstöður:

Já sögðu : 523, - 62,34%

Nei sögðu  309, - 36,83%

Auðir og ógildir seðlar voru 7  -   0,83%

Kosningarþátttaka var 52,5%