Fréttir

Auglýsing vegna matskyldu framkvæmdar

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Fjallabyggð farið yfir tilkynningu Vegagerðarinnar vegna framkvæmdaleyfis á nýbyggingu vegar og efnistöku í námu.
Lesa meira

Malarvöllurinn Siglufirði - skipulagslýsing

Á 215. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar var samþykkt skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á malarvellinum, Siglufirði. Skipulagslýsingin er nú til kynningar í samræmi við 1.mgr. 30 gr. og 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Berjadagar tónlistarhátíð

Berjadagar 2017, tónlistarhátíð í Ólafsfirði haldin í 19. sinn dagana 17. - 20. ágúst.
Lesa meira

Undirritun viljayfirlýsingar í Tjarnarborg

Undirritun viljayfirlýsingar milli Fjallabyggðar og Arnarlax hf., um samstarf og samvinnu um sjókvíaeldi í Eyjafirði/Ólafsfirði fer fram í Tjarnarborg í Ólafsfirði, föstudaginn 21. júlí n.k. og hefst athöfnin kl. 15:00.
Lesa meira

5 ára afmælisfagnaður Alþýðuhússins á Siglufirði

5 ára afmælisfagnaður Alþýðuhússins á Siglufirði frá 14. – 16. júlí 2017 Í desember 2011 keypti Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Alþýðuhúsið á Siglufirði með það að markmiði að gera þar vinnustofu og leikvöll sköpunar af ýmsum toga. Hafist var handa við endurgerð hússins með hjálp vina og vandamanna, og var Alþýðuhúsið formlega tekið í notkun sem vinnustofa og heimili með menningarlegu ívafi 19. júlí 2012.
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 21. júní 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar skv. 1.mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 213/2010. Svæðið sem deiliskipulagið nær til er hluti miðbæjar Siglufjarðar og afmarkast af baklóðum við Suðurgötu 2‐10 til vesturs, af lóðarmörkum norðan Aðalgötu til norðurs, af lóðarmörkum austan Grundargötu og lóðarmörkum vestan Gránugötu 23‐25 til austurs og af höfninni til suðurs.
Lesa meira

Málþing um sjókvíaeldi tókst vel

Um 120 manns sóttu málþing um sjókvíaeldi sem haldið var í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði föstudaginn 30. júní sl. Málþingið var haldið af Fjallabyggð.
Lesa meira

Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Sunnudaginn 2. júlí 2017 kl. 14.30 - 15.30 verður Valur Þór Hilmarsson með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Eyrarflatar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 21. júní 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eyrarflatar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Breytingarsvæðið afmarkast af nýrri byggð sunnan núverandi byggðar við Eyrarflöt. Í tillögunni er breyting gerð á fyrirkomulagi gatna, lóða og byggingarreita. Tillagan liggur frammi á tæknideild Fjallabyggðar 29. júní til 10. ágúst 2017 og á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast tæknifulltrúa í síðasta lagi 10.ágúst annaðhvort á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið: iris@fjallabyggd.is. Bæjarstjóri Fjallabyggðar
Lesa meira

Fjallabyggð heilsueflandi samfélag

Föstudaginn 23. júní sl. var tilkynnt um úthlutun úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2017 og hlaut Fjallabyggð 350 þúsund króna styrk fyrir verkefnið Heilsueflandi samfélag.
Lesa meira