Fréttir

Ný heimasíða Port of Siglufjörður

Ný heimasíða hefur verið sett í loftið fyrir Siglufjarðarhöfn. Heimasíðan er kóðuð sem þýðir að hún aðlagast mismunandi skjástærðum.
Lesa meira

Eitt tilboð barst í endurnýjun á Leikskálalóð

Fjallabyggð hefur opnað tilboð í 1. áfanga endurnýjunar á leikskólalóðinni á Leikskálum á Siglufirði. Eitt tilboð barst sem var aðeins yfir kostnaðaráætlun. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði frá Sölva Sölvasyni ehf. sem hljóðaði upp á 10.864.900 kr, en kostnaðaráætlun var 10.286.000 kr.
Lesa meira

Ný hleðslustöð við Ráðhús Fjallabyggðar

Orkusalan færði Fjallabyggð, sem og öllum sveitarfélögum á landinu, hleðslustöð fyrir rafbíla í lok árs 2016 þegar Orkusalan fór af stað með verkefnið Rafbraut um Ísland. Alls voru afhentar um 80 stöðvar. Með þessu er ætlunin að byggja upp net hleðslu­stöðva um land allt. Það skipt­ir miklu máli að mögu­legt sé að kom­ast í raf­hleðslu­stöðvar sem víðast, því það eyk­ur notk­un­ar­mögu­leika þeirra sem kjósa að aka um á raf- og tvinn­bíl­um. Það hefur hingað til verið erfitt vegna fárra hleðslu­stöðva umhverfis landið.
Lesa meira

Skólaslit Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Skólaslit Tónlistarskólans verða á föstudaginn 26. maí og er kl. 16.30 í Dalvíkurkirkju og kl. 17.30 í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Í Fjallabyggð höldum við í þá hefð að foreldrar komi með brauð og kökur og tónlistarskólinn sér um drykkjarföng.
Lesa meira

Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní

Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi. Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar - breytt opnun

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar auglýsa breyttan opnunartíma á uppstigningardag 25. maí og 30. maí 2017: Uppstigningardagur 25. maí sem hér segir:
Lesa meira

Fjallabyggð á samfélagsmiðlum

Fjallabyggð hefur stofnað Twitter aðgang og mun þar miðla upplýsingum og fréttum úr bæjarlífinu. Fjallabyggð er einnig á Facebook og er þar birt allt efni sem birtist á heimasíðu Fjallabyggðar ásamt fréttum og viðburðum annarra aðila sem starfa í Fjallabyggð. Markmið með síðunni er að auka á upplýsingastreymi til íbúa og gesta.
Lesa meira

Arnfinna Björnsdóttir opnar sýningu í dag

Arnfinna Björnsdóttir, bæjarlistamaður Fjallabyggðar opnar yfirlitssýningu á verkum sínum í Ráðhússalnum, Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu í dag frá kl. 14:00-17:00. Sýningin verður einnig opin á morgun 21. maí frá kl. 14:00-17:00 Léttar veitingar í boði. Aðgangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Sólberg ÓF-1 komið til Siglufjarðar

Frysti­tog­ar­inn Sól­berg ÓF-1 kom til Siglufjarðar í morgun 19. maí. Fjallabyggð óskar Ramma hf. og sjómönnum innilega til hamingju með þetta stórglæsilega skip.
Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Siglufirði

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til Siglufjarðar í morgun og er það fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins. Skipið er á 10 daga siglingu um landið og stoppar á 9 stöðum. Um borð voru 190 farþegar. Stoppaði skipið frá kl. 8:00-13:00 og var Síldarminjasafnið meðal annars heimsótt. Alls er von á 35 skipakomum til Siglufjarðar í sumar sem er veruleg fjölgun frá síðasta ári. Næsta skemmtiferðaskip sem leggur við bryggju er Spitsbergen en það er væntanlegt 26. maí nk. með 335 farþega.
Lesa meira