31.05.2017
Ný heimasíða hefur verið sett í loftið fyrir Siglufjarðarhöfn. Heimasíðan er kóðuð sem þýðir að hún aðlagast mismunandi skjástærðum.
Lesa meira
25.05.2017
Fjallabyggð hefur opnað tilboð í 1. áfanga endurnýjunar á leikskólalóðinni á Leikskálum á Siglufirði. Eitt tilboð barst sem var aðeins yfir kostnaðaráætlun. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði frá Sölva Sölvasyni ehf. sem hljóðaði upp á 10.864.900 kr, en kostnaðaráætlun var 10.286.000 kr.
Lesa meira
24.05.2017
Orkusalan færði Fjallabyggð, sem og öllum sveitarfélögum á landinu, hleðslustöð fyrir rafbíla í lok árs 2016 þegar Orkusalan fór af stað með verkefnið Rafbraut um Ísland. Alls voru afhentar um 80 stöðvar.
Með þessu er ætlunin að byggja upp net hleðslustöðva um land allt. Það skiptir miklu máli að mögulegt sé að komast í rafhleðslustöðvar sem víðast, því það eykur notkunarmöguleika þeirra sem kjósa að aka um á raf- og tvinnbílum. Það hefur hingað til verið erfitt vegna fárra hleðslustöðva umhverfis landið.
Lesa meira
24.05.2017
Skólaslit Tónlistarskólans verða á föstudaginn 26. maí og er kl. 16.30 í Dalvíkurkirkju og kl. 17.30 í Menningarhúsinu Tjarnarborg.
Í Fjallabyggð höldum við í þá hefð að foreldrar komi með brauð og kökur og tónlistarskólinn sér um drykkjarföng.
Lesa meira
24.05.2017
Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi. Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Lesa meira
24.05.2017
Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar auglýsa breyttan opnunartíma á uppstigningardag 25. maí og 30. maí 2017:
Uppstigningardagur 25. maí sem hér segir:
Lesa meira
23.05.2017
Fjallabyggð hefur stofnað Twitter aðgang og mun þar miðla upplýsingum og fréttum úr bæjarlífinu.
Fjallabyggð er einnig á Facebook og er þar birt allt efni sem birtist á heimasíðu Fjallabyggðar ásamt fréttum og viðburðum annarra aðila sem starfa í Fjallabyggð. Markmið með síðunni er að auka á upplýsingastreymi til íbúa og gesta.
Lesa meira
20.05.2017
Arnfinna Björnsdóttir, bæjarlistamaður Fjallabyggðar opnar yfirlitssýningu á verkum sínum í Ráðhússalnum, Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu í dag frá kl. 14:00-17:00. Sýningin verður einnig opin á morgun 21. maí frá kl. 14:00-17:00
Léttar veitingar í boði.
Aðgangur ókeypis.
Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira
19.05.2017
Frystitogarinn Sólberg ÓF-1 kom til Siglufjarðar í morgun 19. maí.
Fjallabyggð óskar Ramma hf. og sjómönnum innilega til hamingju með þetta stórglæsilega skip.
Lesa meira
19.05.2017
Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til Siglufjarðar í morgun og er það fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins. Skipið er á 10 daga siglingu um landið og stoppar á 9 stöðum. Um borð voru 190 farþegar. Stoppaði skipið frá kl. 8:00-13:00 og var Síldarminjasafnið meðal annars heimsótt. Alls er von á 35 skipakomum til Siglufjarðar í sumar sem er veruleg fjölgun frá síðasta ári.
Næsta skemmtiferðaskip sem leggur við bryggju er Spitsbergen en það er væntanlegt 26. maí nk. með 335 farþega.
Lesa meira