Á 215. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar var samþykkt skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á malarvellinum, Siglufirði. Skipulagslýsingin er nú til kynningar í samræmi við 1.mgr. 30 gr. og 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem deiliskipulagið nær til afmarkast af Eyrargötu til suðurs, Hvanneyrarbraut til vesturs, Þormóðsgötu til norðurs og Túngötu til austurs. Skipulagslýsingin fjallar um breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 og deiliskipulag á malarvellinum. Megin viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja íbúðarbyggð sem fellur vel að núverandi skipulagi svæðisins.
Skipulagslýsingin liggur frammi á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is og einnig á tæknideild Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði á skrifstofutíma frá 19. júlí – 14. ágúst 2017. Athugasemdum og ábendingum skal skilað á tæknideild Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði fyrir kl.15 þann 14. ágúst 2017 og skulu þær vera skriflegar, eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.
Deildarstjóri tæknideildar.
Deiliskipulag malarvallarins, Siglufirði (PDF)