Tillaga að deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 21. júní 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar skv. 1.mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 213/2010. Svæðið sem deiliskipulagið nær til er hluti miðbæjar Siglufjarðar og afmarkast af baklóðum við Suðurgötu 2‐10 til vesturs, af lóðarmörkum norðan Aðalgötu til norðurs, af lóðarmörkum austan Grundargötu og lóðarmörkum vestan Gránugötu 23‐25 til austurs og af höfninni til suðurs.

Deiliskipulagstillagan felur í sér að skilgreina fyrirkomulag gatna, bílastæða, útivistar‐ og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Fjallabyggðar við Gránugötu 24, Siglufirði frá 10. júlí – 21. ágúst og á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast tæknifulltrúa í síðasta lagi 21. ágúst annaðhvort á Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar

MIÐBÆR - DEILISKIPULAG - TILLAGA
MIÐBÆR - DEILISKIPULAG SKIPULAGSUPPDRÁTTUR
MIÐBÆR - DEILISKIPULAG SKÝRINGARUPPDRÁTTUR