25.09.2015
Í tilefni að því að fimm ár eru frá því að Héðinsfjarðargöng voru opnuð boða Fjallabyggð og Háskólinn á Akureyri til ráðstefnu þar sem helstu niðurstöður rannsóknarinnar á áhrifum Héðinsfjarðarganganna á samfélögin á norðanverðum Tröllaskaga verða kynntar.
Lesa meira
25.09.2015
Nú fer að líða á seinni hluta Hreyfivikunnar. Í dag, föstudaginn 25. september, er eftirfarandi í boði:
Lesa meira
24.09.2015
Hlutverk SÍMEY (Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar) er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla, og styrkja þannig samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana á svæðinu. SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum.
Samstarfsaðilar eru allir þeir sem vinna að eða bjóða upp á fræðslu, innan eða utan hefðbundinna menntastofnana, hvort sem um er að ræða starfsmenntun, tómstundanám, bóklega eða verklega fræðslu.
Lesa meira
24.09.2015
Í dag, fimmtudaginn 24. september, eru eftirtaldir viðburðir í boði í Hreyfivikunni:
Lesa meira
24.09.2015
Fjallabyggð hefur ákveðið að endurskoða úthlutun á beitarhólfum fyrir hesta og sauðfé. Flest beitarhólf í eigu sveitarfélagsins hafa verið í notkun án skriflegra samninga við sveitarfélagið með tilheyrandi réttaróvissu. Markmiðið með breytingunum er að ná utan um afnotin, gera skriflega samninga og stjórna úthlutunninni út frá sjónarmiðum um jafnræði borgaranna. Hestamannafélaginu Glæsi og Fjáreigendafélagi Siglufjarðar verður falin umsjón með hólfunum og úthlutun þeirra til framtíðar.
Lesa meira
23.09.2015
Á fundi bæjarráðs í gær, þriðjudaginn 22. september, var til umræðu leiktæki á lóð Grunnskóla Fjallabyggðar. Samþykkt var að láta fjarlægja hjólabrettaramp af lóðinni vegna slysahættu. Var deildarstjóra tæknideildar falið að láta fjarlægja rampinn.
Lesa meira
23.09.2015
Í dag, miðvikudaginn 23. september, er fjölmargt í boði á þriðja degi Hreyfiviku.
Lesa meira
22.09.2015
Í dag þriðjudaginn 22. september er dagskrá Hreyfiviku í Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira
21.09.2015
Líkt og greint var frá hér á heimasíðunni á föstudaginn er fjölbreytt dagskrá í boði í Fjallabyggð alla vikuna í tengslum við Hreyfiviku UMFÍ.
Lesa meira
21.09.2015
Á föstudaginn sl. voru góðir gestir á ferð í Fjallabyggð er starfsfólk stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar kom í heimsókn á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar. Daginn áður höfðu þau heimsótt sveitarfélagið Skagafjörð. Dagurinn hófst með heimsókn í Ráðhús Fjallabyggðar þar sem þau fengu kynningu á bæjarfélaginu.
Lesa meira