Hópurinn fyrir utan Sigló hótel
Á föstudaginn sl. voru góðir gestir á ferð í Fjallabyggð er starfsfólk stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar kom í heimsókn á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar. Daginn áður höfðu þau heimsótt sveitarfélagið Skagafjörð. Dagurinn hófst með heimsókn í Ráðhús Fjallabyggðar þar sem þau fengu kynningu á bæjarfélaginu. Að lokinni kynningu settust starfsmenn niður með sínum kollegum frá Fjallabyggð og skiptust starfsmenn á upplýsingum um það helsta sem er verið að fást við í daglegu starfi.
Kl. 11:00 fengu þau kynningu á Genís en það var nýráðinn framkvæmdastjóri, Jón Garðar Steingrímsson, sem tók á móti hópnum og fræddi þau um starfsemi fyrirtækisins.
Að loknum hádegisverði skoðuðu starfsmennirnir Síldarminjasafnið áður en haldið var aftur heim á leið.
Þórdís Sif Sigurðardóttir sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar afhenti Ólafi Þór Ólafssyni deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála Fjallabyggðar bókagjöf í þakklætisskyni fyrir góðar móttökur.