11.11.2014
Sunnudaginn 9. nóvember hófst Norræna bókasafnavikan. Ein af bókum norrænu bókasafnavikunnar í ár er eftir Tove Jansson og nefnist
„Pappan och havet“. Bókasafnið mun í þessari viku leggja sérstaka áherslu á norrænar bækur og höfunda.
Lesa meira
10.11.2014
Bæjarráð hefur ákveðið að boða til fundur með hagsmunaaðilum um byggðakvóta. Atvinnumálanefnd taldi rétt og eðlilegt að kalla eftir ábendingum frá fiskverkendum og útgerðaraðilum
sveitarfélagsins.
Lesa meira
07.11.2014
Það er ekki á hverju ári sem hægt er að vinna við malbikunarframkvæmdir í Fjallabyggð í byrjun nóvember.
Lesa meira
07.11.2014
Á fundi hafnarstjórnar í gær fór Anita Elefsen yfir þann árangur sem náðst hefur fram til ársins 2014 í því að
fjölga komum skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar. Á fyrri árum mættu 1 - 3 skemmtiferðaskip til Siglufjarðar árlega.
Lesa meira
06.11.2014
Tilkynning var að berast frá Leikfélagi Fjallabyggðar. Aukasýning sem vera átti í kvöld fellur niður vegna veikinda í
leikhópnum. Næsta sýning verður á laugardaginn.
Lesa meira
06.11.2014
Íþróttamiðstöðin á Siglufirði (Sundhöll) verður lokuð helgina 8. og 9. nóvember vegna Íslandsmóts í 3., 4. og 5.
deild kvenna í blaki.
Lesa meira
06.11.2014
Þau tíðindi voru að berast frá Fjallamönnum, starfsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði, að þeir stefni á að
opna svæðið laugardaginn 22. nóvember nk.
Lesa meira
06.11.2014
Laugardaginn 8. nóv. kl. 14.00 - 17.00 verður Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með opna vinnustofu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira
06.11.2014
Listhúsið í Ólafsfirði stendur fyrir ljósmyndasýningu í Deiglunni Akureyri sem ber yfirskriftina Sólarbögglar. Á
tímum stafrænnar tækni er hægt að fanga það sem maður sér með einum smelli.
Lesa meira
05.11.2014
Þar sem viðtökur á gamanleiknum "Brúðkaup" hafa verið framar vonum, hefur Leikfélag Fjallabyggðar ákveðið að skella á
aukasýningu á morgun, fimmtudaginn 6. nóvember. Leikverkið er samið af Guðmundi Ólafssyni og er hann jafnframt leikstjóri.
Lesa meira