Úthlutun byggðakvóta, fundur í dag.

Bæjarráð hefur ákveðið að boða til fundur með hagsmunaaðilum um byggðakvóta.  Atvinnumálanefnd taldi rétt og eðlilegt að kalla eftir ábendingum frá fiskverkendum og útgerðaraðilum sveitarfélagsins.  
Fundurinn verður mánudaginn 10. nóvember kl. 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
 
Málið verður síðan til umræðu og tillögugerðar í Atvinnumálanefnd þriðjudaginn 11. nóvember, til frekari umræðu í bæjarráði miðvikudaginn 12. nóvember og í framhaldinu verða síðan nýjar reglur um byggðakvóta til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn föstudaginn 14. nóvember
Svör bæjarstjórnar eiga að berast ráðuneyti fyrir 17. nóvember.