Von á 14 skemmtiferðaskipum sumarið 2015

Skemmtiferðaskipið Iceland Sky hafði viðkomu á Siglufirði sl. sumar
Skemmtiferðaskipið Iceland Sky hafði viðkomu á Siglufirði sl. sumar
Á fundi hafnarstjórnar í gær fór Anita Elefsen yfir þann árangur sem náðst hefur fram til ársins 2014 í því að fjölga komum skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar. Á fyrri árum mættu 1 - 3 skemmtiferðaskip til Siglufjarðar árlega.
Nú í sumar urðu þau 6 og er gert ráð fyrir 14 komum til bæjarfélagsins á næsta ári. Anita hefur haldið utan um markaðssetningu á Siglufjarðarhöfn fyrir hönd hafnarstjórnar og sveitarfélagsins og er ljóst að vinna hennar er að skila góðum árangri.  Á fundinum lagði Anita áherslu á fara þyrfti í endurnýjun á kynningarefni með nýrri hönnun, uppsetningu og til að standa undir prentun efnis og lagði til að hafnarstjórn myndi auka framlag sitt til markaðssetningar úr 500.000 kr. í 1.000.000 kr.

Hafnarstjórn lýsti yfir ánægju með þann árangur sem er að nást í markaðssetningu hafnarinnar og mun leggja til við bæjarstjórn að verkefninu verði framhaldið á næsta fjárhagsári. Jafnframt lagði hafnarstjórn til að styrkupphæð miðist við kr. 1.000.000.- á næsta fjárhagsári. Hafnarstjórn taldi einnig rétt að leggja til við bæjarstjórn að Fjallabyggðarhafnir taki upp farþegagjald sem nemur 50 krónur á farþega en áætlaður fjöldi er um 2500 manns. 


Anita Elefsen tekur á móti farþegum skemmtiferðaskipa og er með kynningu á Síldarminjasafninu
og sveitarfélaginu.  Myndin er tekin í sumar og má sjá hluta farþega um borð í skemmtiferðaskipin
Iceland Sky hlýða á erindi Anitu.