Malbikað í nóvember

Malbikunarframkvæmdir á höfninni í Ólafsfirði
Malbikunarframkvæmdir á höfninni í Ólafsfirði
Það er ekki á hverju ári sem hægt er að vinna við malbikunarframkvæmdir í Fjallabyggð í byrjun nóvember.
Á framkvæmdaáætlun ársins var gert ráð fyrir að malbikað yrði á höfninni í Ólafsfirði og eins að gerð yrðu ný bílastæði við grunnskólann í Norðurgötu á Siglufirði. Ekki náðist að vinna þessi verk fyrir veturinn en vegna hagstæðra veðurskilyrða síðustu daga var ákveðið að drífa þessar framkvæmdir í gang.  Við höfnina í Ólafsfirði voru malbikaðir um 600 fermetrar. Einnig var klárað að ganga frá og malbika bílastæði fyrir grunnskólann en þar voru malbikaðir um 300 fermetrar.  Með þessari framkvæmd við grunnskólann er nú lokið framkvæmdum við stækkun skólans en þær hófust í janúar sl.  Það var KM-malbikun á Akureyri sem sá um malbiksframkvæmdirnar í gær.


Ný lagt malbik við höfnina í Ólafsfirði.


Malbiksframkvæmdir við höfnina í Ólafsfirði


Ný malbikuð bílastæði við grunnskólann Norðurgötu.