Sunnudaginn 9. nóvember hófst Norræna bókasafnavikan. Ein af bókum norrænu bókasafnavikunnar í ár er eftir Tove Jansson og nefnist
„Pappan och havet“. Bókasafnið mun í þessari viku leggja sérstaka áherslu á norrænar bækur og höfunda.
Gaman er að segja frá því að Norræna félagið í Fjallabyggð tekur virkan þátt í þessari viku með
bókasafnin.
Á fimmtudaginn næsta eða 13. nóvember verður upplestur fyrir börn bæði í Ólafsfirði og Siglufirði.
Upplesturinn í Ólafsfirði hefst kl. 16:00. Lovísa María Sigurðardóttir les úr nýútkominni bók sinni
„Mía kemur í heiminn“ síðan mun Ásgeir Logi Ásgeirsson lesa Múmínálfabókina „Hvað gerðist
þá“ eftir Tove Jansson.
Upplestur á Siglufirði hefst kl. 17:00. Þar mun Lovísa María lesa úr bókinni sinni og það er Birgir Egilsson sem les úr
bók Tove Jansson en hann hefur sem kunnugt er slegið í gegn í leikritinu „Brúðkaup“ sem Leikfélag Fjallabyggðar hefur sýnt við
góðar undirtektir.
Öll börn fá Múmínálfamyndir til að lita og eitthvað létt að maula.