Fréttir

Skólasetning Menntaskólans á Tröllaskaga

Boðað er til setningarathafnar n.k. laugardag kl. 14:00
Lesa meira

Sundlaugin í Ólafsfirði

Eins og bæjarbúar hafa væntanlega tekið eftir þá hafa framkæmdir staðið yfir við sundlaugina í Ólafsfirði í sumar. Um helgina var látið renna í laugarkerið og átti að taka sundlaugina í notkun í þessari viku. Í ljós kom leki þegar kerfið var prófað um helgina og er verið að vinna í að laga hann. Er því ljóst að sundlaugin opnar ekki fyrr en í fyrsta lagi í kringum næstu helgi, þar sem tíma tekur að finna lekann og renna aftur í sundlaugina. Þegar lekinn hefur verið lagaður og laugin opnuð verður það auglýst hér á síðunni og í staðarblöðum.
Lesa meira

Ný heimasíða Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóli Fjallabyggðar hefur formlega opnað nýja heimasíðu. En eins og fram hefur komið hér eru Grunnskóli Siglufjarðar og Grunnskóli Ólafsfjarðar nú sameinaður í einn skóla. Á næstu dögum munu koma þar inn frekari upplýsingar fyrir foreldra skólabarna. Nú þegar eru komnir innkaupalistar fyrir flesta bekki og skóladagatal. Áætlað er að skólinn byrji 1. september nk. Slóðin þangað er: http://grunnskoli.fjallabyggd.is
Lesa meira

Ábending til íbúa í Ólafsfirði

Um miðjan ágúst verður dælubíll frá Holræsahreinsun í Ólafsfirði, þeir sem þurfa á því að halda að láta hreinsa úr niðurföllum á bílaplönum og lóðum geta haft samband við Baldur Jónsson í síma 892 1815 vegna þessa.
Lesa meira

Aðalskipulagstillaga - athugasemdafrestur

Frestur til athugasemda rennur út í dag 4. ágúst 2010.
Lesa meira

Snorragata, Siglufirði - umferðartafir

Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar
Lesa meira

Deiliskipulagstillögur - athugasemdafrestur

Frestur til athugasemda rennur út á morgun 4. ágúst 2010.
Lesa meira

Skóla- og frístundaakstur 2010-2013

Þjónustuútboð í skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð 2010-2013
Lesa meira

Þjóðlagahátíð fær eina milljón

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu tónlistarráðs úthlutað styrkjum úr tónlistarsjóði fyrir síðari helming þessa árs.
Lesa meira

Síldarævintýrið komið á Facebook

Í ár verður 20. Síldarævintýrið haldið á Siglufirði.  Af því tilefni verða hátíðahöldin nokkru lengri og veglegri en undanfarin ár.  Búið er að setja upp glæsilega dagskrá frá 23. júlí – 2. ágúst.
Lesa meira