Þjóðlagahátíð fær eina milljón

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu tónlistarráðs úthlutað styrkjum úr tónlistarsjóði fyrir síðari helming þessa árs.

Tónlistarsjóði bárust 82 umsóknir frá 76 aðilum. Heildarfjárhæð umsókna nam um38 milljónum króna og voru veittir styrkir til 50 verkefna upp á tæpar 9 milljónir króna.

Hæsta styrkinn, eina milljón, hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði. Tónlistarhátíðin Við Djúpið kom næst með 500 þúsund krónur og þá Sinfóníuhljómsveit unga fólksins með 400 þúsund vegna tónleika og tónleikaferðar.