Fréttir

Hugmyndasamkeppni um nafn og merki nýs grunnskóla í Fjallabyggð

Nýr skóli tekur til starfa í Fjallabyggð 1. ágúst n.k. Skólinn tekur við af Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar. Skólinn verður heildstæður grunnskóli með um 270 nemendur.  Á næsta skólaári verður 1.-6.bekk kennt í Ólafsfirði en 1.-10.bekk kennt á Siglufirði.  Frá haustinu 2012 fer kennsla yngri deildar  (1. – 6. bekkur),  fram í Ólafsfirði en eldri deildar   (7.-10.bekkur)  á Siglufirði.
Lesa meira

Íbúafundur í Ólafsfirði um skipulagsmál

Kynningarfundur á tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg mánudaginn 26. apríl kl: 20.00.  
Lesa meira

Umsækjendur um stöðu verkstjóra í þjónustumiðstöð

Miðvikudaginn 14. apríl rann út frestur til að sækja um stöðu bæjarverkstjóra í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna frá 1. júní.
Lesa meira

Krakkar frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar keppa í Svíþjóð

Á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar er sagt frá 6 keppendum félagsins sem eru að keppa um helgina í Tarnaby í Svíþjóð. Þar segir jafnframt frá því að hægt sé að fylgjast nánast með í beinni útsendingu. Vefmyndavél á svæðinu er það vel staðsett og í góðum gæðum að hægt er að sjá brautina sem keppt er í. Nánar á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar.
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2010

Bergþór Morthens var útnefndur bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2010 þann 15. apríl sl. við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu á Siglufirði. Fjallabyggð óskar Bergþóri til hamingju með nafnbótina.
Lesa meira

Nýjasta útgáfa tillögu að aðalskipulagi

Nýjasta útgáfa af tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 hefur nú verið gerð opinber á vef sveitarfélagsins.
Lesa meira

Útnefning bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2010

Menningarnefnd hefur útnefnt Bergþór Morthens myndlistarmann, bæjarlistamann Fjallabyggðar 2010. Bergþór er sá fyrsti sem ber titilinn í Fjallabyggð og mun hann taka við viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu á Siglufirði, fimmtudaginn 15. apríl nk. kl. 17.00.  Þá mun Bergþór formlega opna heimasíðu Listasafns Fjallabyggðar. Allir velkomnir. Menningarnefnd og menningarfulltrúi
Lesa meira

Íbúafundur um skipulagsmál á Siglufirði

Kynningarfundur um tillögu að breytingu á staðfestu aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023, svæði við Túngötu, og tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar verður haldinn í Allanum fimmtudaginn 15. apríl kl. 20.00.
Lesa meira

Fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 13. apríl 2010 kl. 16.00.

48. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 13. apríl 2010 kl. 16.00.
Lesa meira

Skíðasvæðið í Tindaöxl lokað

Skíðasvæðið í Tindaöxl verður lokað í dag, þriðjudaginn 6. apríl og hugsanlega næstu daga þar sem töluvert tjón varð á troðaranum í morgun og hann ekki gangfær. Verið er að vinna að því að koma troðaranum í hús og meta skemmdir. Upplýsingar um opnun verða birtar á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar þegar í ljós kemur hvenær hægt verður að opna svæðið aftur.
Lesa meira