Fréttir

Talnagögn yfir sorplosun í Fjallabyggð

Flokkun hófst í Fjallabyggð í byrjun Desember 2009. Fyrstu áreiðanlegu tölur eru því að birtast í janúar 2010. Meðfylgjandi eru upplýsingar um hvernig til hefur tekist með flokkun á sorpi í sveitafélaginu og samanburður á kostnaði miðað við gamla kerfið. Ríflega 13 tonn fóru til urðunar nú, en rúm 33 tonn hefðu farið í urðun ef sorphirðan hefði verið með óbreyttu fyrirkomulagi.
Lesa meira

Síldarævintýri

Boðað var til fundar um Síldarævintýrið 2010 þann 26. janúar sl. Ríflega 20 manns sótti fundinn og var kosið í fjögurra manna nefnd til að leggja drög að 20 ára afmæli Síldarævintýris næsta sumar.
Lesa meira

Fundur um Síldarævintýri í kvöld

Í kvöld, þriðjudag, verður haldinn fundur í ráðhúsinu á Siglufirði þar sem umræður fara fram varðandi fyrirkomulag síldarævintýrsins næstkomandi sumar. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum. Fundurinn fer fram í fundarsalnum á annarri hæð í ráðhúsinu klukkan 20:00.
Lesa meira

Breytingar á rekstri fræðslustofnana framundan

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögur fræðslunefndar um framtíðarskipan fræðslumála í Fjallabyggð. Með skipulagsbreytingunum telur bæjarstjórn að nemendum verði búið betra námsumhverfi en ella, auk þess sem þeim fylgir aukið rekstrarhagfræði.
Lesa meira

Bókasafnið í Ólafsfirði

Bókasafnið í Ólafsfirði verður lokað í næstu viku 25. janúar til 29. janúar vegna "sumarfrís"
Lesa meira

Menningarfulltrúi Eyþings á Siglufirði

Ragnheiður Jóna menningarfulltrúi Eyþings verður á Siglufirði mánudaginn 25. janúar kl. 14-15.30
Lesa meira

Stuðningur vegna hamfaranna á Haítí

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti, á fundi bæjarstjórnar 21. janúar sl. að veita sem samsvarar 100 kr. á hvern íbúa í Fjallabyggð, til hjálparstarfs vegna náttúruhamfara og yfirstandandi hörmunga á Haítí. Upphæðin er kr. 210 þúsund og verður skipt jafnt á milli Rauða kross Íslands og Landsbjargar til ráðstöfunar.
Lesa meira

Styrkir til atvinnumála kvenna

Auglýst er eftir styrkjum til atvinnumála kvenna sem félags- og tryggingamálaráðherra veitir ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir króna til úthlutunar.
Lesa meira

Arctic Aves kynnir.

Áhugamannafélag um fugla og fuglaskoðun í Fjallabyggð verður með kynningarfund á Hótel Ólafsfirði mánudaginn 18. janúar kl. 20:00.
Lesa meira

Úthlutun úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar

Óskað er eftir umsóknum um verkefnastuðning frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Allar  atvinnugreinar hafa jafna möguleika á stuðningi, uppfylli umsóknir skilyrði og helstu atriði sem lögð eru til grundvallar við mat umsókna. Skilyrði er að í verkefni sé um að ræða samstarf tveggja eða fleiri aðila og skal minnst helmingur þátttakenda vera fyrirtæki.
Lesa meira