Talnagögn yfir sorplosun í Fjallabyggð

Flokkun hófst í Fjallabyggð í byrjun Desember 2009. Fyrstu áreiðanlegu tölur eru því að birtast í janúar 2010. Meðfylgjandi eru upplýsingar um hvernig til hefur tekist með flokkun á sorpi í sveitafélaginu og samanburður á kostnaði miðað við gamla kerfið. Ríflega 13 tonn fóru til urðunar nú, en rúm 33 tonn hefðu farið í urðun ef sorphirðan hefði verið með óbreyttu fyrirkomulagi.

Árangur sveitarfélagsins í heild
Árangurinn er eins og myndin hér til hliðar gefur til kynna, mjög góður. Flokkunarhlutfallið er 60% yfir sveitarfélagið í heild. Skiptingin á milli flokka er eftirfarandi: Grá tunna: 13,140 kg. (40%)  Brún tunna: 11,080 kg. (33%) Græn tunna: 9,060 kg. (27%) sjá meðfylgjandi mynd. Samkvæmt þessu þá er 60% af úrgangi sem kemur frá Fjallabyggð að fara í endurvinnsluferil.  
Það verður að teljast verulega góður árangur í byrjun og umfram væntingar þegar farið var af stað með að undirbúa breytt fyrirkomulag í sorpmálum sveitafélagsins. Til samanburðar þá kostar urðun á hvert kg. 9,55 kr.  sem þýðir að óbreyttu þá hefði kostnaðurinn við urðun á sorpi fyrir mánuðinn verið 315,150- en er í staðinn 124,150-.  Árangurinn er því mjög góður fyrir sveitarfélagið í heild og ljóst að íbúar hafa staðið sig frábærlega í flokkun á sorpi.
 
Gerum en betur
Nú hefur fólk verið að flokka sorpið í tvo mánuði og hefur verið að aðlaga sig að þessum breytingum, ýmsar spurningar  hafa kviknað sem nauðsynlegt er að fá svör við. Í febrúar eða byrjun mars verða haldnir borgarafundir þar sem starfsmenn Íslenska Gámafélagsins ehf koma og sitja fyrir svörum. Með því móti ættum við að geta bætt árangurinn jafnvel en meir, til hagsbóta fyrir efnahag og umhverfi.