Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2010

Myndina tók: Albert Gunnlaugsson
Myndina tók: Albert Gunnlaugsson
Bergþór Morthens var útnefndur bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2010 þann 15. apríl sl. við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu á Siglufirði. Fjallabyggð óskar Bergþóri til hamingju með nafnbótina. Tveir listamenn í Fjallabyggð skiluðu inn umsóknum um tilnefningu bæjarlistamanns, Guðrún Þórisdóttir í Ólafsfirði og Bergþór Morthens frá Siglufirði. 

Bergþór Morthens er menntaður myndlistamaður með diploma frá fagurlistadeild myndlistaskóla Akureyrar  árið 2004. Hann hefur undanfarin ár þróað myndlistarstefnu sína og verið duglegur við að sýna, bæði á einka- og samsýningum.

Bergþór er afar virkur listamaður sem hefur lagt ýmislegt af mörkum til þess að efla menningarlífið í Fjallabyggð t.d. með sýningarhaldi, bæði einka- og samsýningum. Hann stóð m.a. fyrir sýningunni Lífsmörk Útmörk verslunarmannahelgina 2009 en þar komu saman ungir og spennandi listamenn útskrifaðir bæði frá Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum á Akureyri.

Þá hefur Bergþór staðið fyrir myndlistarnámskeiðum á vinnustofu sinni og áætlar að halda annað slíkt í vor. Vinnustofan hans er reglulega opin og tekur hann oft á móti hópum fólks jafnt stórum sem smáum.

Næstkomandi sumar mun Bergþór opna samsýningu í kringum Þjóðlagahátíðina ásamt bandaríska listamanninum Paul Lajeunesse. Einnig mun hann halda einkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar sem þykir mjög eftirsóttur sýningarstaður í dag og eru margir af þekktustu listamönnum hafa sýnt þar undanfarið.