Hugmyndasamkeppni um nafn og merki nýs grunnskóla í Fjallabyggð

Nýr skóli tekur til starfa í Fjallabyggð 1. ágúst n.k. Skólinn tekur við af Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar. Skólinn verður heildstæður grunnskóli með um 270 nemendur.  Á næsta skólaári verður 1.-6.bekk kennt í Ólafsfirði en 1.-10.bekk kennt á Siglufirði.  Frá haustinu 2012 fer kennsla yngri deildar  (1. – 6. bekkur),  fram í Ólafsfirði en eldri deildar   (7.-10.bekkur)  á Siglufirði. Á fræðslunefndarfundi var ákveðið að efna til hugmyndsamkeppni um nafn og merki nýs grunnskóla í Fjallabyggð meðal nemenda og starfsfólks Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar. Einnig eru allir íbúar sveitarfélagsins hvattir til að taka þátt í samkeppninni. 

Æskilegt er að nafn og merki nýs skóla sé á einhvern hátt lýsandi fyrir staðsetningu skólans og/ eða staðhætti.

Hugmynd að nafni og merki ásamt nafni höfundar má skila í lokuðu umslagi merkt „Nafn og merki nýs grunnskóla í Fjallabyggð“  á bæjarskrifstofur í Fjallabyggð eða til Jónínu Magnúsdóttur skólastjóra.

Hugmyndum skal skilað í síðasta lagi  21. maí n.k