Fréttir

Stórviðburðir helgina 2. og 3. október 2010

Helgin 2 og 3. október næstkomandi verður tilkomumikil. Stórviðburður í sögu Fjallabyggðar þar sem allir taka þátt í að sameina tvo frábæra byggðarkjarna í eitt raunverulegt og samtengt sveitarfélag.
Lesa meira

Hafnarbíllinn á Siglufirði er til sölu

Til sölu er sérdeilis góður Og sómakær eðalbíll Svolítið sveittur og móður Samt mun hér góður díll Viljugur er hann og vanur Því vinnan er aðall hans Útlitið eins og svanur Í ástleitnum vangadans SHS
Lesa meira

Opnun Héðinsfjarðarganga

Ágætu íbúar Fjallabyggðar. Helgin 2 og 3. október næstkomandi verður tilkomumikil.  Stórviðburður í sögu Fjallabyggðar verður að veruleika þar sem allir taka  þátt í að sameina tvo frábæra byggðarkjarna í eitt raunverulegt og samtengt sveitarfélag. Íbúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem og gestir þeirra og Vegagerðar munu streyma í Héðinsfjörð og verða við vígslu á göngum sem tengir  Fjallabyggð saman, samgöngulega séð.
Lesa meira

Ljóðahátíðin Glóð

Ljóðahátíðin Glóð verður haldin á Siglufirði 23.-25. september 2010.  
Lesa meira

Breyttur útivistartími frá 1. september

Þann 1. september sl. breyttist útivistartími barna og unglinga. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera úti eftir kl. 20:00 og unglingar yngri en 16 ára mega ekki vera úti eftir kl.22:00.
Lesa meira

Þjóðleikur á Norðurlandi

Þjóðleikur auglýsir eftir hópum til þátttöku. Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er á öllu Norðurlandi í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fjölmarga áhugasama aðila. Verkefnið nær til alls Norðurlands, allt frá Bakkafirði til Húnavatnssýslna.
Lesa meira

Gangaganga

Laugardaginn 18. september er áformuð ganga á vegum Greiðrar leiðar ehf. yfir Vaðlaheiði milli væntanlegra gangamunna Vaðlaheiðarganga.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð KEA

KEA auglýsir nú eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð sinn.
Lesa meira

Heitu pottarnir í Ólafsfirði

Nú styttist í að heitu pottarnir við íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði verði teknir í notkun. Búið er að klára pottana sjálfa og er verið að ganga frá handriði og umhverfi í kringum pottana. Allar líkur eru á að pottarnir verði opnaðir um helgina.
Lesa meira

Frí í Tónskóla Fjallabyggðar fimmtudaginn 9 september

Vegna svæðisþings Tónlistarkennara á Norðurlandi verður frí fimmtudaginn 9 september í Tónskóla Fjallabyggðar. Kennsla verður síðan föstudaginn 10 september samkvæmt stundaskrá. Skólastjóri.
Lesa meira