Ljóðahátíðin Glóð

Ljóðahátíðin Glóð verður haldin á Siglufirði 23.-25. september 2010.  

23.-25. september 2010

 

         23. 9    Ljóðadagskrá á vinnustöðum bæjarins kl. 14.30 - 16.00

Fim.    Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar flytja eigin ljóð og annarra

fyrir bæjarbúa og gesti

 

Ljóðakaffi á léttum nótum í Þjóðlagasetri kl. 20.00

            Gamanvísur fluttar af ýmsum snillingum og ljúfur kaffisopi með

 

         24. 9    Ljóðalestur í Grunnskóla Fjallabyggðar

Föst.    Ljóðskáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurbjörg Þrastardóttir lesa eigin ljóð

 

            Ljóðalestur á Skálarhlíð kl. 15.30

Páll Helgason flytur ljóð sín um Fólkið á Brekkunni fyrir íbúa og gesti og Aðalsteinn Ásberg og Sigurbjörg Þrastardóttir lesa úr verkum sínum

 

Sýningar  í Ráðhússal kl. 16.00

Myndir, munir, bækur og fleira frá Félagi um Ljóðasetur Íslands.

Ljóð eftir nemendur við Grunnskóla Fjallabyggðar samin eftir innblástur frá málverkum úr safni Fjallabyggðar. 

 

            Ljóðakvöld í Gránu kl. 20.00

Ljóðskáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurbjörg Þrastardóttir koma fram

 

            25.9     Haustmarkaður í Ljóðasetrinu kl. 14.00 - 16.00

Laug.  Ljóðrænar sultur, leirker góð                           Upplestrar

lopinn hlýr og fagur.                                        Tónlist

Bækur sem geyma ljúfust ljóð                         Kaffi og með því

og léttur kaffibragur.

 

Úrslit í ljóðasamkeppni - Ráðhússalur kl. 17.00

Úrslit í samkeppni nema við Grunnskóla Fjallabyggðar kunngjörð og sýningar opnar

 

Ljóð og lag - Tónlistardagskrá í Gránu kl. 20.00 

Aðalsteinn Ásberg og Þórarinn Hannesson flytja eigin lög við ljóð ýmissa skálda og kvæðamannafélagið Fjallahnjúkar flytur ýmis þekkt kvæðalög og ljóð.

Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar

Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands