Deiliskipulagstillögur - athugasemdafrestur

Frestur til athugasemda rennur út á morgun 4. ágúst 2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsti skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
Túngata 15-23 og Eyrargata 26-30 á Siglufirði (samþykkt í bæjarstjórn 9. mars 2010)
Skipulagshugmyndin gengur út á að þétta byggð með því að koma fyrir tveimur raðhúsum og þremur parhúsum og einu einbýlishúsi miðsvæðis á Siglufirði. Gert er ráð fyrir fjórum íbúðum í hvoru raðhúsi og því alls 15 nýjum íbúðum á svæðinu.
Samþykkt í bæjarstjórn 9. mars 2010.

Eyrarflöt á Siglufirði (samþykkt í bæjarstjórn 21. janúar 2010)
Skipulagshugmyndin gengur út að fullbyggja það svæði sem aðalskipulag gerir ráð fyrir að sé íbúðarsvæði við Eyrarflöt.
Svæðið er hálfbyggt og gengur tillagan út að fullbyggja svæðið og stuðla þannig að því að heildaryfirbragð svæðisins verði betra og að svæðið verði eftirsótt til búsetu. Útivistarsvæði eru mikil og góð sunnan svæðisins og því stutt að fara til að njóta náttúrunnar.

Hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni www.fjallabyggd.is/is/page/skipulag.
Athugasemdir við skipulagstillögurnar skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins í síðasta lagi 4. ágúst 2010 og skulu þær vera skriflegar.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.

Stefán Ragnar Hjálmarsson
Skipulags- og byggingarfulltrú Fjallabyggðar