Aðalskipulagstillaga - athugasemdafrestur

Frestur til athugasemda rennur út í dag 4. ágúst 2010.
 
Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsti tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu samkv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillagan sem nær til alls sveitarfélagsins er sett fram í aðalskipulagsgreinargerð, umhverfisskýrslu, þéttbýlisuppdrætti í mælikvarða 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarða 1:100.000.
Tillagan hefur verið til sýnis á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar.
Jafnframt er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.
Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist eigi síðar en kl: 15.00 í dag, 4. ágúst 2010.
Skila skal athugasemdum og ábendingum á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Gránugötu 24, Siglufirði eða Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Hægt að nálgast tillöguna á vefslóðinni  http://www.fjallabyggd.is/is/news/enginn_titill1111111118/

Skipulags- og byggingarfulltrúi Fjallabyggðar.