Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

230. fundur 05. september 2018 kl. 16:30 - 17:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag malarvallarins

Málsnúmer 1704081Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi malarvallarins sem var auglýst með athugasemdafresti frá 1. júní - 1. ágúst 2018. Eftirfarandi breytingar voru gerðar eftir auglýsingu:

Gangstétt meðfram Túngötu breikkar úr 2.5m í 3.0m.

Lóðir nr. 2,4,6 og við Eyrargötu 26 minnka sem nemur stækkun gangstéttar.

Beygjuradíus við gatnamót Eyrargötu/Túngötu og Þormóðsgötu/Túngötu er lagfærður í samræmi við leiðbeiningar Vegagerðarinnar og lóðarmörk formuð samkvæmt því.

Dregið úr magni trjágróðurs meðfram Túngötu til að hindra ekki vegsýn.

Upplýsingar um veghelgunarsvæði settar inn í greinargerð og á skipulagsuppdrátt.
Samþykkt
Nefndin samþykktir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Kirkjuvegur 4, Ólafsfirði

Málsnúmer 1807009Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Umsögn dagsett 8. ágúst 2018 barst frá eigendum Kirkjuvegar 1 sem gera engar athugasemdir við tillöguna. Umsögn dagsett 6. ágúst 2018 barst frá eigendum Kirkjuvegar 6a sem gera athugasemd við staðsetningu sorptunna og óska eftir að tekið verði tillit til skuggavarps á fyrirhuguðum bílskúr.
Samþykkt
Nefndin telur skuggavarp fyrirhugaðrar framkvæmdar ekki hafa meiri áhrif á Kirkjuveg 6a en húsið sem áður stóð á lóðinni hafði en tekur undir athugasemd íbúa um staðsetningu sorptunna og framkvæmdaraðila falið að finna þeim nýjan stað innan lóðarinnar. Að öðru leyti er umsókn um byggingarleyfi samþykkt.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Fossvegur 26 Siglufirði

Málsnúmer 1808066Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Bryndísar Hafþórsdóttur dagsett 25. ágúst 2018. Óskað er eftir leyfi til að setja tvöfalda svalahurð á austurhlið neðri hæðar samkvæmt meðfylgandi mynd. Einnig er sótt um leyfi til að stækka svalir á efri hæð samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

4.Skil á lóð - Skútustígur 9 Siglufirði

Málsnúmer 1807042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ólafs Á. Ólafssonar sem afsalar áður úthlutaðri lóð við Skútustíg 9.
Samþykkt
Samþykkt.

5.Umsókn um lóð - Skógarstígur 10 Siglufirði

Málsnúmer 1809002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Ólafs Á. Ólafssonar um lóðina Skógarstíg 10 á Siglufirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

6.Umsókn um lóð - Skógarstígur 2 Siglufirði

Málsnúmer 1808029Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Atla Jónssonar um lóðina Skógarstíg 2 á Siglufirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

7.Staðsetning reykkofa í Fjallabyggð

Málsnúmer 1806082Vakta málsnúmer

Á 228. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að skoða möguleika á staðsetningu reykkofa í sveitarfélaginu. Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 3.8.2018.
Erindi svarað
Hvorki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi á frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði né deiliskipulagi fyrir frístundabúskap á Siglufirði. Möguleg staðsetning fyrir reykkofa í sveitarfélaginu er vandfundin þar sem ekki ríkir sátt um hana.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, Helgi Jóhannsson situr hjá.


8.Umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1806054Vakta málsnúmer

Á 227. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að veita Guðbrandi J. Ólafssyni stöðuleyfi fyrir reykkofa við Brimvelli og staðsetning yrði í samráði við tæknideild. Bæjarráð vísaði erindinu aftur til úrvinnslu nefndarinnar.
Synjað
Þar sem ekki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi svæðisins er umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli hafnað.

Lögð fram tillaga frá Helga Jóhannssyni:
Nú hafa staðið tveir reykkofar vestan við frístundahúsin við Brimvelli í Ólafsfirði um nokkura ára skeið. Engar athugasemdir hafa borist eða kvartanir vegna óþæginda til bæjaryfirvalda vegna þeirra. Með því að hafna umsókn þriðja aðilans um reykkofa og vísað í gildandi deiliskipulag þurfa núverandi reykkofar að víkja. Legg til að stöðuleyfi fyrir þrjá reykkofa verði veitt en þeir færðir í vestur að mörkum deiliskipulagsins. Í millitíðinni verði unnið að því að finna varanlega lausn á málinu, sem gæti verið fólgin í breytingu á núverandi deiliskipulagi.

Tillögunni er hafnað með fjórum atkvæðum (Konráð K. Baldvinsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Brynja Hafsteinsdóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir) gegn einu (Helgi Jóhannsson).

9.Umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Lambafen 1, Siglufirði

Málsnúmer 1806089Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 28. júní 2018 þar sem Haraldur Björnsson óskar eftir leyfi fyrir litlum reykkofa við Lambafen 1, Siglufirði.
Synjað
Þar sem ekki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi svæðisins er umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Lambafen hafnað.

10.Umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1807008Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 3. júlí 2018 þar sem Baldur Aadnegard óskar eftir leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði.
Synjað
Þar sem ekki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi svæðisins er umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli hafnað.

Lögð fram tillaga frá Helga Jóhannssyni:
Nú hafa staðið tveir reykkofar vestan við frístundahúsin við Brimvelli í Ólafsfirði um nokkura ára skeið. Engar athugasemdir hafa borist eða kvartanir vegna óþæginda til bæjaryfirvalda vegna þeirra. Með því að hafna umsókn þriðja aðilans um reykkofa og vísað í gildandi deiliskipulag þurfa núverandi reykkofar að víkja. Legg til að stöðuleyfi fyrir þrjá reykkofa verði veitt en þeir færðir í vestur að mörkum deiliskipulagsins. Í millitíðinni verði unnið að því að finna varanlega lausn á málinu, sem gæti verið fólgin í breytingu á núverandi deiliskipulagi.

Tillögunni er hafnað með fjórum atkvæðum (Konráð K. Baldvinsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Brynja Hafsteinsdóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir) gegn einu (Helgi Jóhannsson).

11.Umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1807028Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 3. júlí 2018 þar sem Guðni Ólafsson óskar eftir leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði.
Synjað
Þar sem ekki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi svæðisins er umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli hafnað.

Lögð fram tillaga frá Helga Jóhannssyni:
Nú hafa staðið tveir reykkofar vestan við frístundahúsin við Brimvelli í Ólafsfirði um nokkura ára skeið. Engar athugasemdir hafa borist eða kvartanir vegna óþæginda til bæjaryfirvalda vegna þeirra. Með því að hafna umsókn þriðja aðilans um reykkofa og vísað í gildandi deiliskipulag þurfa núverandi reykkofar að víkja. Legg til að stöðuleyfi fyrir þrjá reykkofa verði veitt en þeir færðir í vestur að mörkum deiliskipulagsins. Í millitíðinni verði unnið að því að finna varanlega lausn á málinu, sem gæti verið fólgin í breytingu á núverandi deiliskipulagi.

Tillögunni er hafnað með fjórum atkvæðum (Konráð K. Baldvinsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Brynja Hafsteinsdóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir) gegn einu (Helgi Jóhannsson).

12.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1808062Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds dagsett 24. ágúst 2018 þar sem Kristín Úlfsdóttir sækir um leyfi fyrir tveimur hestum í Fákafen 9, Siglufirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt og tæknideild falið að ganga frá leyfisbréfi.

13.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1808061Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds dagsett 23. ágúst 2018 þar sem Egill Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir 4 sauðfé í Fákafen 9, Siglufirði.
Synjað
Erindi hafnað með vísun til skilmála deiliskipulags svæðisins.

14.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1808063Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds dagsett 24. ágúst 2018 þar sem Óðinn Freyr Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir 5 sauðfé í Fákafen 9, Siglufirði.
Synjað
Erindi hafnað með vísun til skilmála deiliskipulags svæðisins.

15.Ábending vegna umferðaröryggis við Kjörbúðina Siglufirði

Málsnúmer 1809008Vakta málsnúmer

Lögð fram ábending dagsett 3. september 2018 þar sem óskað er eftir því að sett verði handrið fyrir utan inngang Kjörbúðarinnar á Siglufirði til að hindra að börn hlaupi beint út á götu þegar komið er úr búðinni.
Samþykkt
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og felur tæknideild úrlausn málsins.

Fundi slitið - kl. 17:40.