Deiliskipulag malarvallarins

Málsnúmer 1704081

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 03.05.2017

Tæknideild falið að hefja vinnu við deiliskipulag malarvallarins á Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12.07.2017

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag malarvallarins á Siglufirði.

Nefndin samþykkir að kynna skipulagslýsinguna skv. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12.09.2017

Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi kynnti drög að deiliskipulagi á malarvellinum á Siglufirði.
Bæjarráð felur tæknifulltrúa að þróa hugmyndina enn frekar og kynna bæjarráði niðurstöðuna.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16.10.2017

Til umræðu umsagnir og ábendingar skipulagslýsingar vegna deiliskipulags malarvallarins, Siglufirði. Einnig lögð fram drög að skipulags- og skýringaruppdrætti ásamt greinargerð.
Samþykkt
Tæknideild falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að deiliskipulagi í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17.10.2017

Íris Stefánsdóttir, tæknifulltrúi Fjallabyggðar, kynnti drög að deiliskipulagi á malarvellinum á Siglufirði.

Deiliskipulagið var kynnt skipulags- og umhverfisnefnd á fundi nefndarinnar 16. október sl.

Tæknideild hefur verið falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að deiliskipulagi í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11.04.2018

Þann 3. apríl sl. fór fram kynningarfundur á tillögu að deiliskipulagi malarvallarins á Siglufirði. Þar komu fram athugasemdir sem tekið var tillit til við vinnslu tillögunnar. Lagður fram skipulags- og skýringaruppdráttur dags. 6. apríl 2018 ásamt greinargerð.
Samþykkt
Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15.08.2018

Tillaga að deiliskipulagi malarvallarins var auglýst með athugasemdafresti frá 1. júní til 1. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum en umsagnir bárust frá Minjastofnun dagsett 11. júní 2018 og Umhverfisstofnun og Vegagerðinni dagsettar 25. júlí 2018. Umhverfisstofnun og Minjastofnun gera engar athugasemdir við tillöguna en Vegagerðin gerir bendir á nokkur atriði sem taka þarf tillit til.
Tæknifulltrúa falið að uppfæra tillöguna í samráði við Vegagerðina og koma þannig til móts við athugasemdir þeirra.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 05.09.2018

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi malarvallarins sem var auglýst með athugasemdafresti frá 1. júní - 1. ágúst 2018. Eftirfarandi breytingar voru gerðar eftir auglýsingu:

Gangstétt meðfram Túngötu breikkar úr 2.5m í 3.0m.

Lóðir nr. 2,4,6 og við Eyrargötu 26 minnka sem nemur stækkun gangstéttar.

Beygjuradíus við gatnamót Eyrargötu/Túngötu og Þormóðsgötu/Túngötu er lagfærður í samræmi við leiðbeiningar Vegagerðarinnar og lóðarmörk formuð samkvæmt því.

Dregið úr magni trjágróðurs meðfram Túngötu til að hindra ekki vegsýn.

Upplýsingar um veghelgunarsvæði settar inn í greinargerð og á skipulagsuppdrátt.
Samþykkt
Nefndin samþykktir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010.