Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

229. fundur 15. ágúst 2018 kl. 16:30 - 18:15 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Stefánsson varamaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir boðaði forföll en enginn mætti í hennar stað.

1.Breyting á aðalskipulagi - Malarvöllurinn

Málsnúmer 1710020Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 á malarvellinum var auglýst með athugasemdafrest frá 1. júní til 1. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Minjastofnun dagsett 11. júní 2018 og Umhverfisstofnun dagsett 25. júlí 2018 og gera þær engar athugasemdir við tillöguna.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag malarvallarins

Málsnúmer 1704081Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi malarvallarins var auglýst með athugasemdafresti frá 1. júní til 1. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum en umsagnir bárust frá Minjastofnun dagsett 11. júní 2018 og Umhverfisstofnun og Vegagerðinni dagsettar 25. júlí 2018. Umhverfisstofnun og Minjastofnun gera engar athugasemdir við tillöguna en Vegagerðin gerir bendir á nokkur atriði sem taka þarf tillit til.
Tæknifulltrúa falið að uppfæra tillöguna í samráði við Vegagerðina og koma þannig til móts við athugasemdir þeirra.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 12 Siglufirði

Málsnúmer 1802031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 13. ágúst 2018 þar sem Ragnheiður Sverrisdóttir f.h. Gbess ehf. sækir að nýju um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði við Gránugötu 12 á Siglufirði. Húsið hefur verið minnkað til norðurs, lækkað og íbúðum fækkað úr átta í fimm. Einnig er gert ráð fyrir bílastæðum á teikningu og búið að gera skuggavarp með tillit til nærliggjandi húsa.
Nefndin samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu þar sem aðliggjandi lóðarhöfum er kynnt tillagan og þeim gefinn kostur á að tjá sig um hana í samræmi við 1. og 2. málgrein 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Staðsetning ærslabelgs á Siglufirði

Málsnúmer 1805112Vakta málsnúmer

Á 227. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að grenndarkynna staðsetningu ærlsabelgs á Blöndalslóðinni við Lækjargötu á Siglufirði. Aðliggjandi lóðarhöfum var kynnt staðsetningin og gefin kostur á gera athugasemdir eða koma á framfæri ábendingum til 1. ágúst 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að staðsetja ærslabelginn á Blöndalslóðinni.

5.Eftirleifar af gervihnattadisk við Ósbrekku.

Málsnúmer 1808003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sumarhúsaeiganda í Ósbrekku í Ólafsfirði þar sem óskað er eftir því að gamlar undirstöður gervihnattadisks verði fjarlægðar .
Tæknideild falið að láta fjarlægja undirstöðurnar.

6.Staðsetning reykkofa í Fjallabyggð

Málsnúmer 1806082Vakta málsnúmer

Á 228. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að skoða möguleika á staðsetningu reykkofa í sveitarfélaginu. Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra tæknideildar.
Afgreiðslu frestað
Málinu frestað til næsta fundar.

7.Erindi vegna vörumóttöku Íslandspóst við Aðalgötu á Siglufirði

Málsnúmer 1807029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Harðar Jónssonar framkvæmdastjóra pósthúsasviðs Íslandspóst, dagsett 9. júlí 2018. Starfsmaður flutningabíls Íslandspóst á erfitt með að athafna sig fyrir framan Aðalgötu 34. Óskað er eftir lausn á málinu sem fyrst.
Lagður fram tölvupóstur milli Harðar og Konráðs, formanns nefndarinnar þar sem sátt hefur náðst um málið milli hagsmunaaðila og lögreglu. Losun á póstbílnum mun fara fram við norðurhlið pósthússins en í undantekningartilfellum við suðurhlið hússins.

8.Umsókn um lóð - Skútustígur 9 Siglufirði

Málsnúmer 1807042Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 11. júlí 2018 þar sem Ólafur Á. Ólafsson sækir um lóðina Skútustíg 9 á Siglufirði.
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Undir þessum lið vék Helgi Jóhannsson af fundi.

9.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1808021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 13. júlí 2018 þar sem Helena Hansdóttir Aspelund óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta geymslugám á lóð sinni Kirkjuvegi 19, Ólafsfirði.
Synjað
Nefndin hafnar erindinu en bendir á að hægt er að sækja um stöðuleyfi fyrir gáminn við gámasvæðið á Vesturstíg.

10.Skil á lóðum við Eyrarflöt Siglufirði

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 24. júlí 2018 þar sem Róbert Guðfinnsson f.h. Ýmis fasteignafélags skilar inn lóðum sem félagið hefur fengið úthlutað við Eyrarflöt 7-9, 11-13 og 14-20.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

11.Flokkunartunnur í Fjallabyggð

Málsnúmer 1808024Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Gunnlaugar Helgu Ásgeirsdóttur dagsett 4. ágúst 2018, þess efnis að sorptunnur í miðbæ Fjallabyggðar verði flokkunartunnur. Einnig að sett verði tunna fyrir flöskur og dósir við tjaldsvæðið á Ólafsfirði.
Tæknideild falið að skoða kostnað við uppsetningu flokkunartunna og falið að kaupa tunnur og setja upp ef fjárhagur leyfir. Að öðrum kosti að gera tillögu inn í fjárhagsáætlun fyrir 2019.

12.Staðsetning ruslatunna við Aðalgötu 32 Siglufirði

Málsnúmer 1807053Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Katrínar Sifjar Andersen þar sem sótt er um leyfi fyrir ruslatunnum fyrir utan Aðalgötu 32, við Lækjargötu.
Nefndin hafnar þeirri staðsetningu sem lögð er fram í erindinu þar sem hún er á gangstétt og kemur til með að hefta aðgengi gangandi vegfarenda um svæðið. Tæknideild falið að vinna að úrlausn málsins.

13.Ábending vegna umhverfis hafnarinnar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1808025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ábending íbúa sem barst í gegnum ábendingahnapp heimasíðu Fjallabyggðar þann 5. júlí 2018. Óskað er eftir því að hreinsað verði til við höfnina í Ólafsfirði og svæðið gert meira aðlaðandi.
Nefndin þakkar ábendinguna og bendir á að stöðugt er unnið að því að fegra umhverfið og heldur sú vinna áfram.

14.Athugasemd vegna umferðaröryggis við gatnamót Ólafsvegar og Aðalgötu í Ólafsfirði

Málsnúmer 1808026Vakta málsnúmer

Lögð fram ábending íbúa sem barst í gegnum ábendingahnapp heimasíðu Fjallabyggðar þann 12. ágúst 2018. Óskað er eftir því að settur verði upp spegill á horni Ólafsvegar og Aðalgötu að vestan (við brú). Blint er fyrir runnum sem standa við gangstétt þegar ekið er frá Ólafsvegi inn á Aðalgötu og þarf að keyra langt inn á götu til að sjá umferð austan frá.
Sumarið 2015 var sett upp stöðvunarskylda til að auka umferðaröryggi á umræddum gatnamótum. Ef setja á upp spegil við gatnamótin þyrfti að breyta þeim aftur í biðskyldu þar sem spegill myndi hvetja til þess að stöðvunarskylda yrði ekki virt. Nefndin þakkar framlagða ábendingu og felur tæknideild að vinna að betra umferðaröryggi á umræddum gatnamótum.

15.Útbreiðsla lúpínu í Fjallabyggð

Málsnúmer 1807025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Örlygs Kristfinnssonar um nokkur söguleg og jarðfræðileg atriði sem snerta lúpínu í Siglufirði og Héðinsfirði. Einnig lagt fram erindi Marínar Gústafsdóttur sem lýsir yfir áhyggjum af útbreiðslu lúpínu í Skútudal.
Lagt fram

16.Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis

Málsnúmer 1807045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar upplýsingar frá Umhverfisstofnun um auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.

Fundi slitið - kl. 18:15.