Breyting á aðalskipulagi - Malarvöllurinn

Málsnúmer 1710020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16.10.2017

Til umræðu umsagnir og ábendingar skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Einnig lögð fram drög að breytingaruppdrætti.
Samþykkt
Tæknideild falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að breyttu aðalskipulagi í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11.04.2018

Þann 3. apríl sl. fór fram kynningarfundur á tillögu að breyttu aðalskipulagi við malarvöllinn á Siglufirði þar sem landnoktunarflokkurinn íbúðarsvæði kemur í stað miðsvæðis. Lagður fram breytingaruppdráttur dags. 3. október 2017.
Samþykkt
Nefndin leggur til að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15.08.2018

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 á malarvellinum var auglýst með athugasemdafrest frá 1. júní til 1. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Minjastofnun dagsett 11. júní 2018 og Umhverfisstofnun dagsett 25. júlí 2018 og gera þær engar athugasemdir við tillöguna.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.