Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

224. fundur 11. apríl 2018 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Jakob Kárason
  • Þorgeir Bjarnason
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 12 Siglufirði

Málsnúmer 1802031Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mættu íbúar sem höfðu óskað eftir að mæta á fund nefndarinnar vegna yfirstandandi grenndarkynningar fyrirhugaðra byggingaráforma við Gránugötu 12.

Erindi svarað
Nefndin ítrekar að íbúar þurfa að skila inn skriflegum athugasemdum innan athugasemdafrests sem hefur verið framlengdur til 25. apríl nk. í stað 12. apríl.

2.Breyting á aðalskipulagi - Malarvöllurinn

Málsnúmer 1710020Vakta málsnúmer

Þann 3. apríl sl. fór fram kynningarfundur á tillögu að breyttu aðalskipulagi við malarvöllinn á Siglufirði þar sem landnoktunarflokkurinn íbúðarsvæði kemur í stað miðsvæðis. Lagður fram breytingaruppdráttur dags. 3. október 2017.
Samþykkt
Nefndin leggur til að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag malarvallarins

Málsnúmer 1704081Vakta málsnúmer

Þann 3. apríl sl. fór fram kynningarfundur á tillögu að deiliskipulagi malarvallarins á Siglufirði. Þar komu fram athugasemdir sem tekið var tillit til við vinnslu tillögunnar. Lagður fram skipulags- og skýringaruppdráttur dags. 6. apríl 2018 ásamt greinargerð.
Samþykkt
Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Breyting á aðalskipulagi - Kleifar

Málsnúmer 1802002Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi við Kleifar í Ólafsfirði, var auglýst með athugasemdafresti til 9. apríl 2018. Umsögn barst frá Minjastofnun dags. 26. mars 2018, Skipulagsstofnun dags. 5.apríl 2018 og frá Vegagerðinni dags. 10. apríl 2018.
Nefndin lagði mat á þá skipulagskosti sem taldir eru upp í skipulagslýsingunni og mat áhrif þeirra á ýmsa þætti.

Samþykkt
Nefndin leggur til áframhaldandi vinnu við aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við mat nefndarinnar á skipulagskosti. Tillagan skal svo kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Umsókn um lóð - Kirkjuvegur 4 Ólafsfjörður

Málsnúmer 1804034Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 9. apríl 2018 þar sem Kristinn E. Hrafnsson sækir um byggingarlóð við Kirkjuveg 4 fyrir einbýlishús. Einnig lögð fram drög að lóðarleigusamning og lóðarblaði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir úthlutun lóðar við Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði.

6.Umsókn um byggingarleyfi-viðbygging sumarhúss í Neskoti Ólafsfirði

Málsnúmer 1802081Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 20. febrúar 2018 þar sem Guðrún H. Gunnarsdóttir og Haraldur Dean Nelson sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús þeirra að Neskoti í Ólafsfirði. Einnig lagðir fram aðaluppdrættir og umsögn Fiskistofu.
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Hverfisgata 1 Siglufirði

Málsnúmer 1804024Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 5. apríl 2018 þar sem L-7 verktakar f.h. Ástu Margrétar Gunnarsdóttur óska eftir leyfi til að byggja nýjan uppgang ásamt palli við inngang á vesturhlið hússins skv. meðfylgjandi ljósmynd.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umsókn um byggingarleyfi með fyrirvara um samþykki íbúa á jarðhæð.

8.Umsókn um byggingarleyfi - Hverfisgata 5a Siglufirði

Málsnúmer 1804025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 5. apríl 2018 þar sem L-7 verktakar f.h. Katrínar Freysdóttur og Heimis Birgissonar óska eftir leyfi til að byggja nýjan uppgang ásamt palli við inngang á vesturhlið hússins skv. meðfylgjandi ljósmynd.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

9.Hraðhleðslustöð á Tjarnargötu 6 Siglufirði

Málsnúmer 1802085Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 20. febrúar 2018 þar sem Örn Franzson f.h. Olíuverslunar Íslands óskar eftir heimild til að setja niður 50 KW hraðhleðslustöð á lóð sinni Tjarnargötu 6 Siglufirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir uppsetningu á hraðhleðslustöð við Tjarnargötu 6 til bráðarbirgða en bendir á að endanleg staðsetning hraðhleðslustöðvarinnar verður á framtíðarsvæði Olís við Vesturtanga.

10.Framkvæmdir Mílu á Siglufirði vegna Ljósveitu 2018

Málsnúmer 1803074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 27. mars 2018 þar sem Jón Hilmarsson f.h. Mílu sækir um leyfi vegna framkvæmda sem ráðast þarf í til að koma ljósneti til allra íbúa á Siglufirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

11.Umsókn um stækkun lóðarinnar Vetrarbraut 8-10 Siglufirði

Málsnúmer 1802022Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur og lóðarmarkayfirlýsing vegna stækkunar lóðarinnar Vetrarbraut 8-10.
Samþykkt
Samþykkt.

12.Umsókn um lóðarreit - Strandgata 3 Ólafsfirði

Málsnúmer 1803028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 6. mars 2018 þar sem kvenfélagið Æskan Ólafsfirði óskar eftir að fá til umráða lóðarreit á horni Aðalgötu og Strandgötu gegnt Pálshúsi og Kaffi Klöru. Fyrirhugað er að setja upp minningarstein með áritaðri koparplötu í tilefni 100 ára afmælis kvenfélagsins á síðasta ári. Einnig er hugmynd að fegra umhverfið um minningarsteininn enn frekar með fallegum blómakerum og jafnvel bekk.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

13.Heimild til að mála gangstétt við Suðurgötu 6

Málsnúmer 1803071Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 27. mars 2018 þar sem Anna Hulda Júlíusdóttir óskar eftir heimild til að mála gangsétt við Suðurgötu 6 fyrir framan verslunina Hjarta bæjarins í tengslum við glugga útstillingar.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

14.Fyrirspurn vegna breytinga við útisvæði sundlaugar á Siglufirði

Málsnúmer 1804045Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn dags. 9. apríl 2018 þar sem Anna Hermína Gunnarsdóttir óskar eftir upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar á útisvæði við sundlaug Fjallabyggðar á Siglufirði og fyrirhugaða staðsetningu á gufubaði við sundlaug Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Erindi svarað
Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar. Tæknideild falið að svara fyrirspurn.

Fundi slitið - kl. 18:30.