Breyting á aðalskipulagi - Kleifar

Málsnúmer 1802002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 222. fundur - 12.02.2018

Lögð fram skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 við Kleifar í Ólafsfirði. Um er að ræða breytingu á landnotkun og skilmálum um hverfisvernd fyrir byggðina á Kleifum í Ólafsfirði. Í lýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að auglýsa framlagða skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11.04.2018

Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi við Kleifar í Ólafsfirði, var auglýst með athugasemdafresti til 9. apríl 2018. Umsögn barst frá Minjastofnun dags. 26. mars 2018, Skipulagsstofnun dags. 5.apríl 2018 og frá Vegagerðinni dags. 10. apríl 2018.
Nefndin lagði mat á þá skipulagskosti sem taldir eru upp í skipulagslýsingunni og mat áhrif þeirra á ýmsa þætti.

Samþykkt
Nefndin leggur til áframhaldandi vinnu við aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við mat nefndarinnar á skipulagskosti. Tillagan skal svo kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 11.07.2018

Lagt er til að Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028 verði breytt á þann veg að heimiluð verði frístundabyggð, svæði F15 og F16, innan hverfisverndarsvæðis á Kleifum í Ólafsfirði. Lögð fram drög af skipulagstillögu ásamt rökstuðningi dags. 19. júní 2018, unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Einnig lagt fram staðbundið hættumat frá Veðurstofu Íslands vegna ofanflóða á svæðinu.
Lagt fram
Tæknideild falið að kynna tillöguna í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 03.10.2018

Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi sem felur í sér að heimiluð verði frístundabyggð innan hverfisverndarsvæðis á Kleifum í Ólafsfirði. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum. Tillagan var kynnt fyrir opnu húsi þann 6. september sl.
Staðfest
Nefndin leggur til að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 05.12.2018

Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 14. nóvember 2018, vegna yfirferðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar á Kleifum í Ólafsfirði. Stofnunin mælir með að í tillögunni komi fram ákvæði um stærð bygginga og að gera þurfi grein fyrir veitum fyrir frístundabyggðina á svæðinu. Einnig lögð fram að nýju aðalskipulagstillagan dags.27. nóvember 2018, þar sem búið er að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 03.04.2019

Lögð fram að nýju breyting á aðalskipulagi á Kleifum í Ólafsfirði sem auglýst var frá 20. desember til 15. febrúar 2019 í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofunni og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Eftir auglýsingu var tekin út setning um hitaveitu Norðurorku vegna umsagnar frá fyrirtækinu.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.