Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

228. fundur 11. júlí 2018 kl. 16:30 - 18:35 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Breyting á aðalskipulagi - Kleifar

Málsnúmer 1802002Vakta málsnúmer

Lagt er til að Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028 verði breytt á þann veg að heimiluð verði frístundabyggð, svæði F15 og F16, innan hverfisverndarsvæðis á Kleifum í Ólafsfirði. Lögð fram drög af skipulagstillögu ásamt rökstuðningi dags. 19. júní 2018, unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Einnig lagt fram staðbundið hættumat frá Veðurstofu Íslands vegna ofanflóða á svæðinu.
Lagt fram
Tæknideild falið að kynna tillöguna í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 6

Málsnúmer 1805045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 27. júní 2018 þar sem Elís Hólm Þórðarson f.h. Arctic Freeride ehf. sækir um lóðina Bakkabyggð 6 í Ólafsfirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

3.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 10 Ólafsfirði

Málsnúmer 1807027Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 9. júlí 2018 þar sem Ólafur Meyvant Jóakimsson sækir um lóðina Bakkabyggð 10 í Ólafsfirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Kirkjuvegur 4, Ólafsfirði

Málsnúmer 1807009Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi ásamt fylgigögnum, dagsett 3. júlí 2018 þar sem Steve Christer f.h. Kristins E. Hrafnssonar sækir um leyfi til að flytja hús á lóðina Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði og gera á því endurbætur og breytingar. Einnig er sótt um að byggja bílskúr á lóðinni.
Vísað til umsagnar
Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Umsókn um byggingarleyfi - klæðning húss í Hvanneyrarskál

Málsnúmer 1807007Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Mílu ehf. þar sem sótt er um leyfi til að klæða radíóhús í Hvanneyrarskál með grænni MEG plötuklæðningu. Einnig verður þak lektað og klætt með bárujárni.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Endurnýjun lóðarleigusamninga fyrir Hvanneyrarbraut 40 og 42 Siglufirði

Málsnúmer 1807022Vakta málsnúmer

Lagðir fram nýjir lóðarleigusamningar ásamt lóðarmarkayfirlýsingu og lóðarblaði fyrir Hvanneyrarbraut nr. 40 og 42. Eldri lóðarleigusamningar eru útrunnir og ekki í samræmi við núverandi lóðarmörk. Tillagan er unnin í samráði við lóðarhafa.
Samþykkt
Samþykkt.

7.Endurnýjun lóðarleigusamnings - Suðurgata 62 Siglufirði

Málsnúmer 1806046Vakta málsnúmer

Lagður fram ný lóðarleigusamningur fyrir Suðurgötu 62 ásamt lóðarblaðið sem unninn var að beiðni lóðarhafa. Einnig lagt fram samþykki nágranna vegna breyttra lóðarmarka.
Samþykkt
Samþykkt.

8.Lóðarleigusamningur Suðurgata 28

Málsnúmer 1607054Vakta málsnúmer

Lagður fram nýr lóðarleigusamningur ásamt lóðarblaði fyrir Suðurgötu 28 sem unninn var að beiðni lóðarhafa.
Samþykkt
Samþykkt.

9.Erindi frá Garðyrkjufélagi Tröllaskaga norður

Málsnúmer 1805067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 4. júlí 2018 þar sem Anna María Guðlaugsdóttir f.h. Garðyrkjufélags Tröllaskaga norðurs og Skógræktunarfélags Ólafsfjarðar, óskar eftir landsvæði til að rækta upp og gera að útivistarsvæði/skrúðgarði í Ólafsfirði. Svæðið sem um ræðir er á milli skólalóðar og Sigurhæðar og frá tjaldsvæði út að menntaskóla. Einnig er óskað eftir grænu svæði norðan við bílaplan menntaskólans.
Erindi svarað
Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir frekari upplýsingum um útfærslu svæðisins.

10.Erindi vegna reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1806082Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ásgríms Pálmasonar fv. formanns húsfélagsins við Brimvelli, dagsett 24. júní 2018. Gerð er athugasemd við stöðuleyfi reykkofa við Brimvelli sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar. Farsælla væri ef skipulags- og umhverfisnefnd gæti fundið reykkofunum betri stað þar sem þeir valdi ekki reykmengun í kringum skepnuhald.
Erindi svarað
Tæknideild falið að skoða möguleika á staðsetningu reykkofa í samráði við hagsmunaaðila í Ólafsfirði og Siglufirði.

11.Umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1806054Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að veita Guðbrandi J. Ólafssyni stöðuleyfi fyrir reykkofa við Brimvelli og staðsetning yrði í samráði við tæknideild. Bæjarráð vísaði erindu aftur til úrvinnslu nefndarinnar.
Afgreiðslu frestað
Málinu er frestað með vísun í bókun 10. liðar í þessari fundargerð.

12.Umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1807008Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 3. júlí 2018 þar sem Baldur Aadnegard óskar eftir leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði.
Afgreiðslu frestað
Málinu er frestað með vísun í bókun 10. liðar í þessari fundargerð.

13.Umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1807028Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 3. júlí 2018 þar sem Guðni Ólafsson óskar eftir leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði.
Afgreiðslu frestað
Málinu er frestað með vísun í bókun 10. liðar í þessari fundargerð.

14.Umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Lambafen 1, Siglufirði

Málsnúmer 1806089Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 28. júní 2018 þar sem Haraldur Björnsson óskar eftir leyfi fyrir litlum reykkofa við Lambafen 1, Siglufirði.
Afgreiðslu frestað
Málinu er frestað með vísun í bókun 10. liðar í þessari fundargerð.

15.Ósk um undanþágu búfjárhalds á Flugvallarvegi 2

Málsnúmer 1807006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hjalta Gunnarssonar f.h. Gunnars Júlíussonar þar sem óskað er eftir undanþágu til búfjárhalds á Flugvallarvegi 2, sem er utan svæðis sem skipulagt er fyrir búfjárhald.
Synjað
Með vísun í bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 11. desember 2017 var undanþága veitt til 30. júní 2018. Að þeim tíma liðnum yrðu ekki frekari undanþágur veittar fyrir búfjárhald í húsinu. Ósk um undanþágu til búfjárhalds á Flugvallarvegi 2 er því hafnað.

16.Umsókn um leyfi til lendingar þyrlu á Siglufirði

Málsnúmer 1806055Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björgvins Björgvinssonar f.h. Viking Heliskiing sem bæjarráð vísaði til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd. Óskað er eftir leyfi til að lenda þyrlum á malarplani sunnan við Hótel Sigló. Einnig sækir fyrirtækið um að fá að setja niður olíutank af nýjustu gerð á planinu. Viking Heliskiing mun girða svæðið af og sjá til þess að svæðið verði tryggt.
Nefndin telur staðsetning lendingarsvæðis þyrlu á umræddu svæði ekki vera heppileg með tillit til hávaðamengunar, nálægðar við íbúabyggð, þjóðveg í þéttbýli og ferðamannasvæði. Ákjósanlegur lendingarstaður gæti verið á Siglufjarðarflugvelli.

17.Áætlun um að reisa styttu af Gústa guðsmanni

Málsnúmer 1707064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Stjórnar Sigurgvins - áhugamannafélags um minningu Gústa guðsmanns dagsett 3. júlí 2018. Óskað er eftir samþykki nefndarinnar fyrir staðsetningu styttu af Gústa á ráðhústorgið á Siglufirði, skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

18.Umsókn um uppsetningu skiltis

Málsnúmer 1807010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Fríðu Gylfadóttur dags. 2. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi fyrir uppsetningu skiltis á ljósastaur á horninu hjá Arionbanka sem vísar á Fridu súkkulaðikaffihús.
Erindi svarað
Nefndin fellst á beiðnina en bendir á að umsækjandi þarf að afla samþykkis Vegagerðarinnar þar sem um ljósastaur við þjóðveg í þéttbýli er að ræða.

19.Stjórnsýslukæra vegna endurnýjunar byggingarleyfis fyrir Suðurgötu 49, Siglufirði

Málsnúmer 1807023Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit stjórnsýslukæru vegna endurnýjunar byggingarleyfis fyrir Suðurgötu 49, Siglufirði þar sem framkvæmdaraðili kærir ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar frá 14. maí 2018 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frestur til að gera athugasemdir vegna kærunnar eru 30 dagar.
Lagt fram
Nefndin felur tæknideild að senda inn athugasemdir vegna málsins.

20.Útbreiðsla lúpínu í Fjallabyggð

Málsnúmer 1807025Vakta málsnúmer

Umræða tekin um útbreiðslu lúpínu í Fjallabyggð og aðgerðir til að hefta útbreiðslu hennar.
Erindi svarað
Nefndin leggur til að reynt verði að hefta frekari útbreiðslu lúpínu á ákveðnum svæðum í sveitarfélaginu og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 18:35.