Umsókn um byggingarleyfi - Kirkjuvegur 4, Ólafsfirði

Málsnúmer 1807009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 11.07.2018

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi ásamt fylgigögnum, dagsett 3. júlí 2018 þar sem Steve Christer f.h. Kristins E. Hrafnssonar sækir um leyfi til að flytja hús á lóðina Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði og gera á því endurbætur og breytingar. Einnig er sótt um að byggja bílskúr á lóðinni.
Vísað til umsagnar
Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 05.09.2018

Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Umsögn dagsett 8. ágúst 2018 barst frá eigendum Kirkjuvegar 1 sem gera engar athugasemdir við tillöguna. Umsögn dagsett 6. ágúst 2018 barst frá eigendum Kirkjuvegar 6a sem gera athugasemd við staðsetningu sorptunna og óska eftir að tekið verði tillit til skuggavarps á fyrirhuguðum bílskúr.
Samþykkt
Nefndin telur skuggavarp fyrirhugaðrar framkvæmdar ekki hafa meiri áhrif á Kirkjuveg 6a en húsið sem áður stóð á lóðinni hafði en tekur undir athugasemd íbúa um staðsetningu sorptunna og framkvæmdaraðila falið að finna þeim nýjan stað innan lóðarinnar. Að öðru leyti er umsókn um byggingarleyfi samþykkt.