Umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1806054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 20.06.2018

Lagt fram erindi Guðbrands J. Ólafssonar dagsett 14. júní 2018. Sótt er um leyfi fyrir litlum reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði. Einnig er óskað eftir því að reykkofum á svæðinu verði fundin staðsetning innan gildandi deiliskipulags með tillit til brunavarna.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að veita Guðbrandi stöðuleyfi fyrir reykkofa við Brimvelli og staðsetning skal vera í samráði við tæknideild Fjallabyggðar. Tæknideild falið að beina þeim tilmælum til eigenda annarra reykkofa á svæðinu að sækja um stöðuleyfi til bæjarins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 563. fundur - 03.07.2018

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 26. júní sl. að fresta afgreiðslu þessa máls.

Bréf hefur borist frá félagi húseigenda á Brimvöllum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 11.07.2018

Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að veita Guðbrandi J. Ólafssyni stöðuleyfi fyrir reykkofa við Brimvelli og staðsetning yrði í samráði við tæknideild. Bæjarráð vísaði erindu aftur til úrvinnslu nefndarinnar.
Afgreiðslu frestað
Málinu er frestað með vísun í bókun 10. liðar í þessari fundargerð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 05.09.2018

Á 227. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að veita Guðbrandi J. Ólafssyni stöðuleyfi fyrir reykkofa við Brimvelli og staðsetning yrði í samráði við tæknideild. Bæjarráð vísaði erindinu aftur til úrvinnslu nefndarinnar.
Synjað
Þar sem ekki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi svæðisins er umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli hafnað.

Lögð fram tillaga frá Helga Jóhannssyni:
Nú hafa staðið tveir reykkofar vestan við frístundahúsin við Brimvelli í Ólafsfirði um nokkura ára skeið. Engar athugasemdir hafa borist eða kvartanir vegna óþæginda til bæjaryfirvalda vegna þeirra. Með því að hafna umsókn þriðja aðilans um reykkofa og vísað í gildandi deiliskipulag þurfa núverandi reykkofar að víkja. Legg til að stöðuleyfi fyrir þrjá reykkofa verði veitt en þeir færðir í vestur að mörkum deiliskipulagsins. Í millitíðinni verði unnið að því að finna varanlega lausn á málinu, sem gæti verið fólgin í breytingu á núverandi deiliskipulagi.

Tillögunni er hafnað með fjórum atkvæðum (Konráð K. Baldvinsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Brynja Hafsteinsdóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir) gegn einu (Helgi Jóhannsson).