Bæjarráð Fjallabyggðar

563. fundur 03. júlí 2018 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Skólamáltíðir 2018-2020

Málsnúmer 1805101Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi við Höllina veitingahús ehf. vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2018 til 2020.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

2.Breyting á samþykkt gatnagerðargjalds Fjallabyggðar

Málsnúmer 1806093Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð drög að breytingu á Samþykkt um gatnagerðargjald og sölu byggingaréttar í Fjallabyggð í samræmi við bókun bæjarráðs frá 26. júní sl. Ásamt þegar samþykktri bókun bæjarráðs vegna tímabundinni niðurfellingar á gatnagerðargjöldum við þegar uppbyggðar götur.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að auglýsa samþykktina í Lögbirtingarblaðinu.

Á 562. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 26. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
„Gatnagerðargjöld lóða sem standa við fullgerðargötur skulu niður falla en tengigjöld verða greidd af lóðarhafa“.
Í 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð segir um sérstaka lækkunarheimild gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006, að hana megi viðhafa við : „ sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbyggingu, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.“
Í samræmi við þetta samþykkir bæjarráð að beita tímabundið ákvæði 8. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur í júní 2018.

Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í bæjarráði.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1710105Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

4.Starf hjúkrunarforstjóra Hornbrekku

Málsnúmer 1805100Vakta málsnúmer

Sunna Eir Haraldsdóttir umsækjandi um starf hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku óskar í tölvupósti, dags. 25. júní, eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar í starf hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.
Lagt fram minnisblað með rökstuðningi frá deildarstjóra félagsmáladeildar og bæjarstjóra vegna ráðningar í starf hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.

Bæjarráð samþykkir rökstuðninginn og felur deildarstjóra félagsmáladeildar að svara erindi Sunnu.

5.Erindisbréf nefnda 2018-2022

Málsnúmer 1806062Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingu á erindisbréfi Markaðs- og menningarnefndar.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

6.Innsent erindi. Sirkusnámskeið.

Málsnúmer 1806063Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna beiðni Sirkussmiðju Húlladúllunnar um styrk í formi aðstöðu í íþróttahúsinu á Siglufirði dagana 16.-20. júlí vegna sirkusnámskeiðs fyrir börn. Í minnisblaði mælir deildarstjóri með að bæjarráð styrki Sirkussmiðju Húlladúllunar í formi endurgjaldslausra afnota af íþróttahúsinu á Siglufirði. Leitað verði leiða til að börn úr báðum byggðakjörnum geti tekið þátt ef áhugi er fyrir því með því að skoða tímasetningu námskeiðsins m. t. t. rútuferða milli byggðarkjarna. Umsjónarmaður námskeiðsins er tilbúin til að bjóða vinnuskólanemendum upp á ókeypis klst. námskeið/kynningu í samvinnu við vinnuskólann. Einnig kemur til greina að bjóða nemendum á leikjanámskeiði upp á samskonar kynningu í samstarfi við KF sem endurgjald fyrir styrk sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að veita Sirkussmiðju Húlladúllunnar styrk í formi endurgjaldslausra afnota af íþróttahúsi og vísar kr. 147.000 í viðauka nr.6/2018 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé á lið 06810-9291.

7.Nýjar kynningar á heimasíðu sambandsins um persónuvernd

Málsnúmer 1806092Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar kynningar á heimasíðu sambandsins um persónuvernd.

8.Stoðveggur við Laugarveg 18

Málsnúmer 1806060Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi ósk Sigurlínu Káradóttur þess efnis að sveitarfélagið byggi stoðvegg við Laugarveg 18 Siglufirði. Í minnisblaði kemur fram að samkvæmt samþykkt um þátttöku Fjallabyggðar í stoðveggjasmíði byggir þátttaka bæjarfélagsins í slíku verkefni á þeirri meginforsendu að þörf sé á stoðvegg til þess að ná fram heildarhagsmunum bæjarfélagsins um öryggi gangandi vegfarenda. Kostnaðarþátttaka miðast við 20% af reiknuðu kostnaði samkvæmt kostnaðarútreikningum tæknideildar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindi Sigurlínu Káradóttur samkvæmt samþykktum reglum sveitarfélagsins frá 2011.

9.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir markaðsfulltrúi.

Farið var yfir dagskrá og kostnað vegna Strandmenningarhátíðar sem haldin verður 4.-8. júlí 2018.

10.Framlög til stjórnmálasamtaka - 2018

Málsnúmer 1807005Vakta málsnúmer

Á grundvelli laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra, samþykkir bæjarráð að framlag vegna 2018 verði óbreytt kr. 360.000 og því verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5 gr. laganna eftir kjörfylgi í Fjallabyggð í kosningum 2018.

11.Hólavegur 18 Siglufirði - skemmdir

Málsnúmer 1805018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 19. júní sl. er varðar afgreiðslu Ofanflóðanefndar á erindi Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir óháðu mat á húseigninni Hólavegi 18 vegna erindis húseiganda um að skemmdir hafi orðið á eigninni sem rekja megi til framkvæmda við snjóflóðavarnargarða.

Í svari kemur fram að Ofanflóðanefnd samþykkti að fresta afgreiðslu málsins.

12.Samningur um æfingaraðstöðu í líkamsrækt Ólafsfirði

Málsnúmer 1806076Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar Fjallabyggð er varðar aðgengi að tækjasal utan opnunartíma til þess að styrkja enn frekar við afreksstefnu KFÓF. Í félaginu eru fjórir keppendur í dag, þar af einn iðkandi sem stefnir á að komast í landliðið í kraftlyftingum í haust. Einnig óskar félagið eftir því að fá leyfi til þess að koma "combo rekka" sem félagið hyggst fjármagna sjálft, fyrir í ræktinni.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera samning við félagið til reynslu fram að áramótum og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

13.Trúnaðarmál - Innheimta

Málsnúmer 1806061Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

14.Umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1806054Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 26. júní sl. að fresta afgreiðslu þessa máls.

Bréf hefur borist frá félagi húseigenda á Brimvöllum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar.

15.Hagkvæm íbúðarhús fyrir landsbyggðina

Málsnúmer 1806084Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Arkhd arkitektum varðandi það hvort sveitarfélagið hyggist byggja íbúðir á næstunni. Jafnframt lýsir fyrirtækið sig tilbúið til þess að koma að slíku verkefni.

Sveitarfélagið hefur það ekki á stefnuskránni að byggja íbúðir á eigin kostnað á næstunni og vísar fyrirtækinu á einkaaðila í sveitarfélaginu.

16.Upplýsingar um vinnuskóla sveitarfélaga fyrir ungmenni í efstu bekkjum grunnskóla

Málsnúmer 1806088Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá Umboðsmanni barna varðandi upplýsingar um vinnuskóla sveitarfélaga í efstu bekkjum grunnskóla.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála að svara erindinu.

17.Tillaga að lagfæringum hjá Vatnsveitu Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 1806090Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, dags. 27. júní er varðar tillögur að lagfæringum á vatnsveitu Fjallabyggðar í Ólafsfirði skv. lögum um matvæli nr. 103/2010 (EB) og reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001 með síðari breytingum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra tæknideildar.

18.Orkustjórnun fyrir sveitarstjórnarfulltrúa - námskeið

Málsnúmer 1806085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Hagvangurs er varðar námskeið í orkustjórnun fyrir sveitarstjórarfulltrúa.

19.Hluthafafundur í Greiðri leið ehf

Málsnúmer 1806073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð til hluthafa í Greiðri leið ehf. en hluthafafundur fór fram 2. júlí sl..

20.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 44

Málsnúmer 1806007FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 19. júní 2018 Nefndarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 563. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 19. júní 2018 Farið var yfir erindisbréf Markaðs- og menningarnefndar. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að koma á framfæri tillögum að orðalagsbreytingum á erindisbréfi.

    Fundir nefndarinnar verða mánaðarlega, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði kl. 17:00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 563. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 19. júní 2018 Undir þessum lið sat Aníta Elefsen safnstjóri Síldarminjasafns Íslands en hún er tengiliður Fjallabyggðar við Cruise Iceland og Cruise Europe.

    Aníta kynnti fundarmönnum áætlun yfir komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar árið 2018 og hvernig móttöku þeirra er háttað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 563. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 19. júní 2018 Undir þessum lið sat Aníta Elefsen safnstjóri Síldarminjasafns Íslands en hún situr í stýrihópi Norrænu strandmenningarhátíðarinnar. Síldaminjasafn Íslands er aðili að hátíðinni ásamt Fjallabyggð og Vitafélaginu.

    Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi og Aníta Elefsen fóru yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður á Siglufirði í næstu viku. Hátíðin hefst miðvikudaginn 4. júlí kl. 17.00 með setningu og lýkur sunnudaginn 8. júlí. Hátíðarsvæðið verður við smábátahöfnina á Siglufirði. Dagskrá hátíðarinnar verður borin út í öll hús í Fjallabyggð, Skagafirði og á Dalvík í þessari viku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 563. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • 20.5 1801032 Trilludagar 2018
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 19. júní 2018 Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi kynnti undirbúning og skipulag fyrir Trilludaga 2018 fyrir nefndarmönnum.

    Trilludagar verða haldnir 28. júlí nk. í þriðja sinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 563. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 19. júní 2018 Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi sagði fundarmönnum frá vinnu við gerð Ferðastefnu Fjallabyggðar. Stýrihópur hefur verið stofnaður til að endurskoða og ljúka þeirri vinnu sem hafin er. Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 563. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.