Áætlun um að reisa styttu af Gústa guðsmanni

Málsnúmer 1707064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 512. fundur - 01.08.2017

Lagt fram erindi frá sr. Vigfúsi Þór Árnasyni þar sem kynntar eru hugmyndir um gerð styttu af Gústa guðsmanni og staðsetningu hennar á Siglufirði.

Bæjarráð bendir undirrituðum á að senda inn formlegt erindi til skipulags- og umhverfisnefndar vegna staðsetningar og gerðar styttunnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 514. fundur - 15.08.2017

Lagt fram til kynningar bréf frá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Anitu Elefsen, Brynju Baldursdóttur, Guðnýju Róbertsdóttur, Hálfdáni Sveinssyni, Jóni Steinari Ragnarssyni, Sigurði Hlöðvessyni, Sigurði Ægissyni, Þórarni Hannessyni og Örlygi Kristfinnssyni, dags. 10. ágúst 2017, þar sem athugasemdum vegna mögulegrar gerðar styttu af Gústa guðsmanni er komið á framfæri við bæjarráð og skipulags- og umhverfisnefnd.

Bæjarráð vill taka fram að ekki hefur borist formlegt erindi vegna mögulegrar gerðar styttunnar og staðsetningar hennar. Berist slíkt erindi verður erindið tekið fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23.08.2017

Lagt fram bréf frá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Anitu Elefsen, Brynju Baldursdóttur, Guðnýju Róbertsdóttur, Hálfdáni Sveinssyni, Jóni Steinari Ragnarssyni, Sigurði Hlöðvessyni, Sigurði Ægissyni, Þórarni Hannessyni og Örlygi Kristfinnssyni, dags. 10. ágúst 2017, þar sem athugasemdum vegna mögulegrar gerðar styttu af Gústa guðsmanni er komið á framfæri við bæjarráð og skipulags- og umhverfisnefnd.

Nefndinni hefur ekki borist formlegt erindi vegna mögulegrar gerðar styttunnar og staðsetningar hennar. Nefndin telur því ekki tímabært að fjalla um málið að svo stöddu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 516. fundur - 29.08.2017

Lagt fram bréf frá sr. Vigfúsi Þór Árnasyni, Kristjáni L. Möller og Hermanni Jónassyni f.h. Sigurvins - áhugamannafélags um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði, dags. 15. ágúst, um gerð fyrirhugaðrar styttu af Gústa, ásamt kostnaðaráætlun fyrir gerð styttunnar. Í bréfinu er óskað eftir því að styttunni verði fundinn staður á torginu í deiliskipulagi miðbæjarins á Siglufirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarráð beinir því til undirritaðra að nauðsynlegt er að upplýsingar um útlit og umfang styttunnar berist nefndinni fyrir næsta fund nefndarinnar svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11.09.2017


Lagt fram erindi Sigurvins - áhugamannafélags um minningu Gústa guðmsmanns á Siglufirði, dags. 15. ágúst 2017 ásamt kostnaðaráætlun. Óskað er eftir því að styttu af Gústa guðsmanni verði fundinn staður í deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar. Áætlað er að styttan verði tilbúin á næsta ári.

Einnig lagt fram að nýju bréf frá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Anitu Elefsen, Brynju Baldursdóttur, Guðnýju Róbertsdóttur, Hálfdáni Sveinssyni, Jóni Steinari Ragnarssyni, Sigurði Hlöðvessyni, Sigurði Ægissyni, Þórarni Hannessyni og Örlygi Kristfinnssyni, dags. 10. ágúst 2017, þar sem sjónarmiðum vegna mögulegrar gerðar styttu af Gústa guðsmanni er komið á framfæri við bæjarráð og skipulags- og umhverfisnefnd.

Tæknideild falið að afla upplýsinga um útlit og umfang styttunnar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16.10.2017

Lagður fram tölvupóstur frá Ragnhildi Stefánsdóttur, dagsett 9. október 2017, þar sem fram kemur stærð og útlit fyrirhugaðrar styttu af Gústa guðsmanni og hugmynd að staðsetningu og útfærslu styttunnar á torginu.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að stytta af Gústa guðsmanni verði sett á torgið í NA horni þess þar sem Gústi var vanur að standa.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 11.07.2018

Lagt fram erindi Stjórnar Sigurgvins - áhugamannafélags um minningu Gústa guðsmanns dagsett 3. júlí 2018. Óskað er eftir samþykki nefndarinnar fyrir staðsetningu styttu af Gústa á ráðhústorgið á Siglufirði, skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 565. fundur - 23.07.2018

Lagt fram erindi dagsett 13. júlí 2018 frá stjórn Sigurvins - áhugamannafélagi um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði.

Þar sem óskað er eftir að bæjarfélgið skipuleggi og kosti umhverfi styttunar t.d. með gangstéttarhellum og bekkjum, svo og að hanna og steypa undirstöður styttunnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra tæknideildar til umsagnar og kostnaðaráætlunar.


Bæjarráð Fjallabyggðar - 566. fundur - 09.08.2018

Á fundi bæjarráðs þann 23. júlí sl. var lagt fram erindi dagsett 13. júlí 2018 frá stjórn Sigurvins - áhugamannafélagi um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði.
Þar sem óskað var eftir að bæjarfélagið skipuleggi og kosti umhverfi styttunnar t.d. með gangstéttarhellum og bekkum, svo og að hanna og steypa undirstöður styttunnar.

Erindinu var vísað til deildarstjóra tæknideildar til umsagnar. Sú umsögn liggur fyrir en deildarstjóri áætlar kostnað um 2,5 til 3 milljónir króna.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn stjórnar Sigurvins til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 567. fundur - 14.08.2018

Á fund bæjarráðs mættu Kristján Möller og Vigfús Þór Árnason á símafund en stjórn Sigurvins- áhugamannafélags um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði hefur óskað eftir því að bæjarfélagið skipuleggi og kosti umhverfi styttunnar t.d. með gangstéttarhellum og bekkjum og steypi undirstöðu styttunnar.

Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra tæknideildar dags. 3. ágúst sl. er kostnaður vegna hönnunar, uppsetningu og frágangs á umhverfi kringum styttuna af Gústa guðsmanni áætlaður 2,5-3 mkr.

Bæjarráð samþykkir að skipuleggja og kosta umhverfi styttunnar og felur deildarstjóra tæknideildar úrvinnslu málsins og vísar upphæðinni sem ekki liggur fyrir endanlega í viðauka nr. 9/2018 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé á lið 11410-2990.

Bæjarráð mun fjalla aftur um erindið þegar endanleg upphæð liggur fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur - 02.10.2018

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 20. september 2018 frá forsvarsmönnum áhugamannafélags um að reisa styttu af Gústa Guðsmanni á Ráðhústorginu á Siglufirði. En vígsla styttunnar fer fram við hátíðlega athöfn á Ráðhústorginu á Siglufirði laugardaginn 13. október nk. kl. 13:30.
Allir eru velkomnir og verður viðstöddum boðið í kaffi að vígslu lokinni.