Bæjarráð Fjallabyggðar

512. fundur 01. ágúst 2017 kl. 12:00 - 12:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Samningur um skóla- og frístundaakstur

Málsnúmer 1705057Vakta málsnúmer

Erindi frestað til næsta fundar.

2.Mengun í Siglufjarðarhöfn

Málsnúmer 1606006Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra þar sem málið er rakið og mun eftirlitið leggja það til við Umhverfisstofnun að kanna nánar hvort meira beri á sjónmengun þegar verið er að vinna skel frá rækjuverksmiðjunni á Siglufirði en þegar verið er að vinna skel sem kemur annars staðar að.

3.Ágangur búfjár í landi Þverár og Kvíabekkjar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1707052Vakta málsnúmer

Umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis eiganda jarðanna Þverár og Kvíabekkjar í Ólafsfirði.

Bæjarráð bendir á, að landeiganda ber að viðhalda og tryggja að girðingar standist reglugerð um girðingar.

4.Fundur Landsnets 18. september nk.

Málsnúmer 1707067Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð frá Landsneti. Fundur Landsnets með fulltrúum sveitarstjórna á Eyjafjarðarsvæðinu verður haldinn á Icelandair hótelinu á Akureyri mánudaginn 18. september nk. kl. 11-13.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri, formaður bæjarráðs, varaformaður bæjarráðs og deildarstjóri tæknideildar sæki fundinn.

5.Áætlun um að reisa styttu af Gústa guðsmanni

Málsnúmer 1707064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sr. Vigfúsi Þór Árnasyni þar sem kynntar eru hugmyndir um gerð styttu af Gústa guðsmanni og staðsetningu hennar á Siglufirði.

Bæjarráð bendir undirrituðum á að senda inn formlegt erindi til skipulags- og umhverfisnefndar vegna staðsetningar og gerðar styttunnar.

6.Greið leið - Lokaáfangi hlutafjáraukningar

Málsnúmer 1707062Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Greiðri leið ehf. varðandi hlutafjáraukningu í félaginu. Óskað er eftir því að Fjallabyggð nýti forkaupsrétt sinn sem nemur 0,32% eða 47.111 kr.

Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukninguna.

7.Hopp fyrir börnin "Síldarævintýri"

Málsnúmer 1707070Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Fiskbúð Fjallabyggðar, Kjörbúðinni og Torginu þar sem óskað er eftir því að fá að setja upp hoppukastala á torginu laugardaginn 5. ágúst og sunnudaginn 6. ágúst nk. kl. 12-17.

Bæjarráð samþykkir erindið og að á sama tíma verði Aðalgatan lokuð milli Túngötu og Lækjargötu.

Fundi slitið - kl. 12:45.