1.Málefni vatnsveitu í Ólafsfirði
3.Beiðni um launað námsleyfi í námslotum
4.Tilboð í ræstingu á húsnæði tónlistarskólans Siglufirði
5.Yfirlýsing um afsal á forkaupsrétti - Júlía Blíða SI-173
6.Skýrsla Eflu um Akureyrarflugvöll
7.Framkvæmdarsamningur um uppbyggingu golfvallar í Skeggjabrekku 2018-2021
8.Áætlun um að reisa styttu af Gústa guðsmanni
9.Endurnýjun á samstarfssamningi við Markaðsstofu Norðurlands
10.Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.
11.Viltu halda Unglingalandsmót UMFÍ 2021 eða 2022?
12.Snjóflóðavarnir Siglufirði, stoðvirki 4. áfangi.
13.Umsókn um stuðning Fjallabyggðar vegna þátttöku í ferðaráðstefnunni Vestnorden 2018 á Akureyri.
14.Kvörtun undan viðhaldsleysi á brekku við Hlíðarveg 7b, Siglufirði
15.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 10.okt 2018
16.Boðsbréf á sýninguna Íslenskur landbúnaður 2018,12. - 14. október
17.Endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi
18.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018
19.Mannvirki á miðhálendinu - framfylgdarverkefni Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
20.Tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál
21.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2018
22.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018
Fundi slitið - kl. 18:00.
Í minnisblaði bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, dags. 26. september 2018 kemur fram að leitað hafi verið til VSÓ verkfræðistofu vegna lausnar málsins. Fyrirliggjandi hönnun VSÓ felur í sér að til þess að auka vatnsþrýsting og slökkvivatn á kerfinu í Ólafsfirði upp að 5 börum þurfi að setja þrýstijafnara á neðri vatnstankinn.
Áætlaður kostnaður er um 5-7 mkr. og lagt er til að framkvæmdir fari fram í maí á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að senda Mannvirkjastofnun afrit af svari bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar í samræmi við erindi frá Mannvirkjastofnun varðandi málið sem tekið var fyrir á 573. fundi bæjarráðs dags. 25. september 2018.