Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

234. fundur 05. desember 2018 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Tillaga H-lista að deiliskipulagsbreytingu miðbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 1811013Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga H-lista að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar, dagsett 4.nóvember 2018. Lagt er til að suðurhluta Lækjargötu milli Aðalgötu og Gránugötu verði skilgreint sem útisvæði í stað bílastæða skv. meðfylgjandi teikningu.
Synjað
Tillögu H-lista hafnað með fjórum atkvæðum (Brynja I. Hafsteinsdóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Konráð K. Baldvinsson) gegn einu (Helgi Jóhannsson).

2.Breyting á aðalskipulagi - Kleifar

Málsnúmer 1802002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 14. nóvember 2018, vegna yfirferðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar á Kleifum í Ólafsfirði. Stofnunin mælir með að í tillögunni komi fram ákvæði um stærð bygginga og að gera þurfi grein fyrir veitum fyrir frístundabyggðina á svæðinu. Einnig lögð fram að nýju aðalskipulagstillagan dags.27. nóvember 2018, þar sem búið er að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Undir þessum lið vék Íris Stefánsdóttir af fundi.

3.Umsókn um lóð til gerðar púttvallar

Málsnúmer 1706058Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að púttvelli við Hvanneyrarbraut að lokinni grenndarkynningu sem kynnt var frá 22.október - 30. nóvember 2018. Lagðar eru fram athugasemdir þriggja aðila sem snúa að aðstöðu fyrir bíla þeirra sem völlinn sækja og mikilli og hraðri umferð um Hvanneyrarbraut austan megin við fyrirhugaðan völl.
Nefndin þakkar fyrir framkomnar athugasemdir frá íbúum en telur betra að bíða með að byggja upp bílastæði þar til þörf liggur fyrir miðað við notkun á vellinum. Einnig felur nefndin tæknideild að leita leiða til að hægja á umferð við Hvanneyrarbraut.

4.Grunnskólalóð í Ólafsfirði - 2.áfangi

Málsnúmer 1811086Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að breytingum á forhönnun grunnskólalóðarinnar í Ólafsfirði vegna nýrrar aldursskiptingar.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar breytingar en bendir á að taka þarf tillit til aðgengis fyrir alla, til að mynda við áhorfendapall.

5.Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Kaffi Klöru

Málsnúmer 1811091Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn eigenda Kaffi Klöru þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að reisa sólstofu meðfram vesturhlið Kaffi Klöru og gróðurhús á lóðinni fyrir aftan Kaffi Klöru og Mílu í tengslum við verkefnið Matur er manns gaman.
Erindi svarað
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að ræða við eigendur Kaffi Klöru.

6.Umsókn um byggingarleyfi - Hverfisgata 22 Siglufirði

Málsnúmer 1812003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dags.3. desember 2018. Elín Þorsteinsdóttir, fyrir hönd lóðarhafa Hverfisgötu 22, sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á þremur hæðum skv. meðfylgjandi teikningum.
Vísað til umsagnar
Nefndin samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu þar sem nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta er kynnt tillagan og þeim gefinn kostur á að tjá sig um hana í samræmi við 1. og 2. málgrein 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Seljaland Siglufirði

Málsnúmer 1811044Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 15. nóvember 2018 þar sem Sigurgeir H. Jónsson sækir um leyfi til að klæða hús sitt við Hólaveg 17b með bárujárni.
Samþykkt
Erindi samþykkt.
Konráð K. Baldvinsson vék af fundi undir þessum lið.

8.Umsókn um byggingarleyfi - breytt notkun á Hávegi 2 Siglufirði

Málsnúmer 1811103Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dags.5. nóvember 2018 þar sem Sigurður Örn Baldvinsson óskar eftir leyfi til að breyta Hávegi 2 í íbúðarhúsnæði skv. meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

9.Húseignin Hólavegur 12

Málsnúmer 1807051Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf tæknideildar dagsett 21. september 2018 þar sem skorað er á eiganda Hólavegar 12 að bæta úr ástandi fasteignarinnar og senda byggingarfulltrúa raunhæfa framkvæmdaáætlun. Einnig lagt fram svar húseiganda við bréfinu.
Erindi svarað
Tæknideild falið að ítreka kröfu um raunhæfa framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.

10.Landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga

Málsnúmer 1811067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi landupplýsingadeildar Þjóðskrár Íslands dags. 15. nóvember 2018. Óskað er eftir landfræðilegum gögnum sveitarfélagsins.
Samþykkt
Tæknideild falið að senda Þjóðskrá þau gögn sem óskað er eftir í erindinu.

11.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að gjaldskrá byggingarfulltrúa fyrir árið 2019.
Lagt fram

12.Umferðarmál við Lækjargötu og Norðurgötu

Málsnúmer 1811058Vakta málsnúmer

Við Lækjargötu milli Aðalgötu og Eyrargötu á Siglufirði er bílum lagt beggja megin götunnar. Samkvæmt umferðarlögum skal leggja hægra megin í einstefnugötur nema annað sé sérstaklega tekið fram. Engar merkingar eru í Lækjargötu sem heimila ökumönnum að leggja vinstra megin götunnar eins og hefð hefur verið fyrir í gegnum tíðina. Við Norðurgötu eru sömuleiðis engar merkingar sem heimila ökumönnum að leggja vinstra megin í götunni.
Erindi svarað
Nefndin samþykkir að leyfa bifreiðastöður vestan megin við Lækjargötu og Norðurgötu og felur tæknideild að láta setja upp viðeigandi skilti.

Fundi slitið - kl. 18:00.