Umsókn um lóð til gerðar púttvallar

Málsnúmer 1706058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 508. fundur - 04.07.2017

Lögð fram umsókn Félags eldri borgara á Siglufirði um svokallaða “Fógetalóð" á Siglufirði til gerðar púttvallar. Í bréfinu kemur fram að félaginu hafi verið veittur styrkur frá Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar að upphæð kr. 2.340.000.-.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn/ félagsmenn um mögulega staðsetningu púttvallarins á Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 510. fundur - 18.07.2017

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra vegna umsóknar Félags eldri borgara á Siglufirði um lóð undir púttvöll á Siglufirði. Í minnisblaðinu er lagt til að félaginu verði úthlutað lóð meðfram Hvanneyrarbraut móts við hús númer 30-36 og runnar verði gróðursettir á lóðinni til þess að auka skjól.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19.12.2017

Tekið fyrir bréf frá Félagi eldri borgara á Siglufirði þar sem fram kemur að félagið afþakkar lóð að Hvanneyrarbraut sem bæjaryfirvöld höfðu úthlutað því fyrir púttvöll.
Bæjarráð þakkar góðar kveðjur og óskar félagsmönnum sömuleiðis gleðilegrar hátíðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 554. fundur - 02.05.2018

Tekin fyrir umsókn frá Félagi eldri borgara um lóð til gerðar púttvallar, svokallaða Fógetalóð sem liggur milli Hvanneyrarbrautar og Hlíðarvegar. Ekki er sótt um lóðir við Hvanneyrarbraut, einungis við Hlíðarveg.

Bæjarráð samþykkir að vísa umsókninni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14.05.2018

Tekin fyrir umsókn frá Félagi eldri borgara um lóð til gerðar púttvallar, svokallaða Fógetalóð sem liggur milli Hvanneyrarbrautar og Hlíðarvegar. Ekki er sótt um lóðir við Hvanneyrarbraut, einungis við Hlíðarveg.
Bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd á fundi sínum þann 2. maí sl.
Vísað til umsagnar
Nefndin óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 20.06.2018

Á 226. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var óskað eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna umsóknar Félags eldri borgara um lóð til gerðar púttvallar. Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Samþykkt
Umsóknin er samþykkt með þremur atkvæðum (Konráð K. Baldvinsson og Ingibjörg G. Jónsdóttir og Helgi Jóhannsson)gegn tveimur (Brynja Hafsteinsdóttir og Hjördís H. Hjörleifsdóttir), með þeim fyrirvara að skoðað verði að staðsetning á púttvellinum miðist við að hægt verði að nýta byggingarlóðir við Hlíðarveg og Hvanneyrarbraut austan og vestanmegin við púttvöllinn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25.09.2018

Lögð fram drög að staðsetningu púttvallar við Hvanneyrarbraut, Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags-og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 03.10.2018

Lögð fram drög að staðsetningu púttvallar við Hvanneyrarbraut, bæjarráð vísaði málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Staðfest
Nefndin leggur til að púttvellinum verði hliðrað til suðurs og verði miðsvæðis á lóðinni og felur tæknideild að grenndarkynna tillöguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 05.12.2018

Undir þessum lið vék Íris Stefánsdóttir af fundi.
Lögð fram að nýju tillaga að púttvelli við Hvanneyrarbraut að lokinni grenndarkynningu sem kynnt var frá 22.október - 30. nóvember 2018. Lagðar eru fram athugasemdir þriggja aðila sem snúa að aðstöðu fyrir bíla þeirra sem völlinn sækja og mikilli og hraðri umferð um Hvanneyrarbraut austan megin við fyrirhugaðan völl.
Nefndin þakkar fyrir framkomnar athugasemdir frá íbúum en telur betra að bíða með að byggja upp bílastæði þar til þörf liggur fyrir miðað við notkun á vellinum. Einnig felur nefndin tæknideild að leita leiða til að hægja á umferð við Hvanneyrarbraut.