Bæjarráð Fjallabyggðar

508. fundur 04. júlí 2017 kl. 12:00 - 12:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildastjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Samningur um afnotarétt

Málsnúmer 1706063Vakta málsnúmer

Lögð fram bréfa- og tölvupóstsamskipti milli Prima lögmanna f.h. Brimnes hótels ehf. og bæjarstjóra Fjallabyggðar vegna göngustígs við Ólafsfjarðarvatn. Í bréfi lögmanna Brimnes hótels dags. 28.6.2017 er framkvæmdum á lóð félagsins mótmælt og þess krafist að Fjallabyggð fjarlægi malarstíg á austurhluta lóðarinnar. Í svarbréfi bæjarstjóra dags. 30.6.2017 er bent á að ekki er um lóðarleigusamning að ræða heldur samning um afnot. Því hafi Fjallabyggð fullan rétt á því að leggja göngustíg á lóðinni. Lagt er til að bæjarfélagið gróðursetji trjágróður vestan við stíginn til þess að sjónlína gangandi vegfarenda verði ekki beint á sumarhúsin við Hornbrekkubót.
Í tölvupósti frá lögmönnum Brimnes hótels hf. dags. 30.6.2017 er óskað eftir því að fundur verði haldinn um legu göngustígsins og gróðursetningu og framkvæmdum verði frestað þar til að lausn hefur verið fundin á málinu. Fyrirhugað er að fundurinn verði haldinn 6. júlí nk.

2.Endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi Skógræktarfélags Siglufjarðar

Málsnúmer 1611006Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn bæjarstjóra og drög að samningi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og styrk til Skógræktarfélagsins að upphæð kr. 100.000 vegna móttöku erlendra gesta. Sá styrkur færist af lið 21520.

3.Hornbrekka Ólafsfirði - Ársreikningur 2016

Málsnúmer 1706064Vakta málsnúmer

Ársreikningur Hornbrekku hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árið 2016 lagður fram til undirritunar.

4.Lóð undir sjálfsafgreiðslustöð á Siglufirði

Málsnúmer 1310025Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá lögmanni Skeljungs vegna umsóknar um lóð undir sjálfsafgreiðslustöð. Skeljungi hugnast ekki þær lóðir sem Fjallabyggð hefur lagt til.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögur að lóðum fyrir næsta fund bæjarráðs.

5.Umsókn um lóð til gerðar púttvallar

Málsnúmer 1706058Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Félags eldri borgara á Siglufirði um svokallaða “Fógetalóð" á Siglufirði til gerðar púttvallar. Í bréfinu kemur fram að félaginu hafi verið veittur styrkur frá Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar að upphæð kr. 2.340.000.-.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn/ félagsmenn um mögulega staðsetningu púttvallarins á Siglufirði.

6.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga - Rebel sf

Málsnúmer 1706054Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 26. júní 2017, er varðar umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga fyrir Rebel sf kt.620285-0219, Suðurgötu 10, 580 Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti.

7.Styrktarbeiðni frá landssöfnuninni Vinátta í verki

Málsnúmer 1706062Vakta málsnúmer

Lögð fram styrktarbeiðni frá landssöfnuninni Vinátta í verki, vegna hamfaranna sem urðu á Grænlandi þann 18. júní sl.
Bæjarráð samþykkir að veita landssöfnuninni styrk að upphæð kr. 100.000.- færist af liðnum risna og gjafir.

8.Áætlun vegna refaveiða 2017 - 2019

Málsnúmer 1706066Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun dags. 29.6.2017 þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Fjallabyggð um áætlaðan kostnað við refaveiðar árin 2017-2019.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.

9.Frá nefndasviði Alþingis - 439. mál til umsagnar

Málsnúmer 1705020Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál.

Lagt fram til kynningar.

10.Frá nefndasviði Alþingis - 438. mál til umsagnar

Málsnúmer 1705019Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar sérþarfir, 438. mál.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð yfirkjörstjórnar þann 20. júní 2017.
Lögð fram fundargerð Markaðs- og menningarnefndar 28. júní 2017.
Lögð fram fundargerð Félagsmálanefndar 29. júní 2017.
Bæjarráð staðfestir fundargerðir yfirkjörstjórnar frá 20.júní 2017, markaðs- og menningarnefndar 28. júní 2017 og félagsmálanefndar 29. júní 2017.

Fundi slitið - kl. 12:45.